Innlent

Þóttist vera lögreglumaður og leitaði á starfsmönnum hótels

Sylvía Hall skrifar
Mál gegn hinum ákærða verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.
Mál gegn hinum ákærða verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Vísir/Hanna

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni, ólögmæta nauðung og gripdeild fyrir að hafa þóst vera lögreglumaður, framkvæmt leit á starfsmönnum hótels í Reykjavík og tekið eigur starfsmanns ófrjálsri hendi. 

Atvikið átti sér stað þann 26. mars árið 2016 á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Eftir að hafa framkvæmt leit á þremur starfsmönnum hótelsins tilkynnti hann einum þeirra að hann væri handtekinn og leiddi hann út af hótelinu. Hinn ákærði ýtti þá starfsmanninum í götuna er bíll nálgaðist, gekk síðan áfram með hann að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem hinn ákærði var handtekinn skömmu síðar. 

Þá hefur önnur ákæra verið gefin út á hendur manninum fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot fyrir atvik í októbermánuði á síðasta ári. Maðurinn ók þar bifreið undir áhrifum fíkniefna og mældist í blóði hans amfetamín, MDMA og kannabisefni. Maðurinn var stöðvaður fyrir utan Hagkaup í Skeifunni og var hann með þrjár MDMA-töflur í fórum sínum. 

Málið gegn hinum ákærða verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.