Lífið

Luke Perry látinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Luke Perry var 52 ára þegar hann lést.
Luke Perry var 52 ára þegar hann lést. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Luke Perry er látinn, 52 ára að aldri. Hann lést á St. Joseph sjúkrahúsinu í Burbank umvafinn börnum sínum, unnustu, fyrrverandi eiginkonu, móður, stjúpföður, bróður, systur og öðrum aðstandendum og vinum.Perry var fluttur á sjúkrahús síðastliðinn miðvikudag eftir að hafa hlotið heilablóðfall.Hann var þekktastur fyrir að leika Dylan McKay í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills en hann á einnig að baki hlutverk í myndunum The Fifth Element, Buffy the Vampire Slayer og sjónvarpsþáttunum Riverdale.Aðdáendur hans geta séð hann í myndinni Once Upon a Time in Hollywood sem er væntanleg í sumar en leikstjóri hennar er Quentin Tarantino.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.