Lífið

Opinber Eurovision-rás birtir tíu bestu framlög Íslands í keppninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna Guðrún trónir á toppnum á listanum.
Jóhanna Guðrún trónir á toppnum á listanum.

Eurovision-rásin á YouTube gaf á dögunum út myndband þar sem farið er yfir tíu bestu framlög Íslands í Eurovision eða þau lög sem hafa náð hvað lengst í keppninni.

Þar kemur til að mynda á óvart að Sigríður Beinteinsdóttir syngur í þremur lögum á listanum.

Listinn er samansettur af lögum sem gengu best miðað við í hvaða sæti þau lentu og hversu mörg lög tóku þátt í hverri keppni fyrir sig.

Hér að neðan má sjá listann í heild sinni og yfirferð Eurovision.

10. Vinir Sjonna - Coming Home - 2011 - 20. sæti af 43 lögum
9. Sigga Beinteins – Nætur1994 - 12. sæti af 25 lögum
8. Eyþór Ingi – Ég á líf - 2013 - 17. sæti af 39 lögum
7. Pollapönk – Burtu með fordóma - 2014 - 15. sæti af 37 lögum
6. Eurobandið – This is My Life2008 - 14. sæti af 43 lögum
5. Birgitta Haukdal – Open Your Heart - 2003 - 8. sæti af 26 lögum
4. Heart 2 Heart – Nei eða já1992 - 7. sæti af 23 lögum
3. Stjórnin – Eitt lag enn1990 – 4. sæti af 22 lögum
2. Selma – All Out Of Luck1999 – 2. sæti af 23 lögum
1. Jóhanna Guðrún – Is it True?2009 – 2. sæti af 42 lögumAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.