Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 12:41 Erna Reka ásamt foreldrum sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Sigurjón Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar, Nazife Billa og Erion Reka, eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi og var umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi synjað í nóvember sama ár. Þau voru flutt úr landi í apríl 2016 en höfðu áður lagt inn umsókn um dvalarleyfi á grundvelli skorts á vinnuafli. Þau snéru aftur þremur vikum síðar og voru umsóknir þeirra ekki teknar til afgreiðslu þar sem þau höfðu ekki greitt skuld við ríkisjóð vegna kostnaðar við að flytja þau úr landi og þar sem þau höfðu ekki heimild til dvalar á landinu á meðan umsóknir þeirra voru í vinnslu. Í apríl 2017 var þeim birt ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun dvalarleyfis en í sama mánuði kom Erna dóttir þeirra í heiminn. Fjölskyldan telur ákvörðun Þjóðskrár um að skrá dóttur þeirra með lögheimili erlendis vera ógilda þar sem stúlkan er fædd hér á landi. Dómur var kveðinn upp í málinu gegn Þjóðskrá í Héraðdsómi Reykjavíkur í morgun en Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er lögmaður fjölskyldunnar. „Niðurstaða málsins var að kröfum stefnanda var hafnað, barnið fær ekki skráningu í þjóðskrá og upphafleg skráning hennar verður ekki ógilt að svo stöddu og nú geta stefnendur tekið ákvörðun um hvort þau vilja áfría málinu til Landsréttar eða ekki,“ segir Auður. Að óbreyttu verður fjölskyldunni því vísað úr landi. „Þau geta auðvitað óskað eftir frestun réttaráhrifa hjá kærunefnd útlendingamála á meðan þau láta reyna á málið fyrir Landsrétti en það er ekki sjálfsagt að þau fái það. En við ætlum að hitta þau á fundi á eftir og fara yfir stöðuna,“ útskýrir Auður. Málskostnaður fellur niður og greiðist gjafsóknarkostnaður stefnenda úr ríkissjóði. Albanía Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar, Nazife Billa og Erion Reka, eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi og var umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi synjað í nóvember sama ár. Þau voru flutt úr landi í apríl 2016 en höfðu áður lagt inn umsókn um dvalarleyfi á grundvelli skorts á vinnuafli. Þau snéru aftur þremur vikum síðar og voru umsóknir þeirra ekki teknar til afgreiðslu þar sem þau höfðu ekki greitt skuld við ríkisjóð vegna kostnaðar við að flytja þau úr landi og þar sem þau höfðu ekki heimild til dvalar á landinu á meðan umsóknir þeirra voru í vinnslu. Í apríl 2017 var þeim birt ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun dvalarleyfis en í sama mánuði kom Erna dóttir þeirra í heiminn. Fjölskyldan telur ákvörðun Þjóðskrár um að skrá dóttur þeirra með lögheimili erlendis vera ógilda þar sem stúlkan er fædd hér á landi. Dómur var kveðinn upp í málinu gegn Þjóðskrá í Héraðdsómi Reykjavíkur í morgun en Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er lögmaður fjölskyldunnar. „Niðurstaða málsins var að kröfum stefnanda var hafnað, barnið fær ekki skráningu í þjóðskrá og upphafleg skráning hennar verður ekki ógilt að svo stöddu og nú geta stefnendur tekið ákvörðun um hvort þau vilja áfría málinu til Landsréttar eða ekki,“ segir Auður. Að óbreyttu verður fjölskyldunni því vísað úr landi. „Þau geta auðvitað óskað eftir frestun réttaráhrifa hjá kærunefnd útlendingamála á meðan þau láta reyna á málið fyrir Landsrétti en það er ekki sjálfsagt að þau fái það. En við ætlum að hitta þau á fundi á eftir og fara yfir stöðuna,“ útskýrir Auður. Málskostnaður fellur niður og greiðist gjafsóknarkostnaður stefnenda úr ríkissjóði.
Albanía Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49
Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30