Sólveig Anna með umboð til að slíta viðræðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er komin með umboð til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Vísir/Baldur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk í kvöld umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hefði verið samþykkt einróma á fundinum.Sjá nánar: Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness, sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara, eiga fund með Samtökum Atvinnulífsins á morgun hjá ríkissáttasemjara. „Þetta var samþykkt einróma á mjög kröftugum fundi samninganefndar Eflingar núna í kvöld,“ segir Viðar sem bendir á að útspil stjórnvalda í skattkerfisbreytingum hafi orðið til þess að færa verkalýðsfélagið sem næst sinni kröfugerð gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Sólveig Anna sagðist í kvöldfréttum RÚV ekki eiga von á því að SA leggi fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að viðbrögð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar hefðu ekki komið henni á óvart. Það hefði verið þungt hljóð í henni og ekki síst í Eflingu í rúmt ár. Þegar Viðar var beðinn um að bregðast við þessum orðum forsætisráðherra sagði hann:Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar, vill vekja athygli á kröfum félagsmanna um að styrkja og útvíkka trúnaðarmannakerfið og að vernda starfsfólk meðal annars starfsmannaleiga fyrir launaþjófnaði með sektarákvæði í kjarasamningi.Visir/Stöð 2„Hún er kannski bara að vísa til þess að það átti sér stað sögulegt formanns-og stjórnarkjör núna í Eflingu fyrir tæpu ári. Hún er kannski að vísa í það í ljósi þess að það birtast kannski róttækari áherslur en verið hefur.“ Aðspurður hvort það stefni í verföll segir Viðar að samninganefnd Eflingar sé búin að teikna upp ýmsar sviðsmyndir í þeim efnum.Kröfurnar snúa líka að því að vernda starfsfólk starfsmannaleiga Viðar bendir á að kröfur Eflingar séu síst allar launalegs eðlis. Krafan um að tekið verði á kjarabrotum hjá starfsmannaleigum. Hann segir að í húfi sé oft óeðlileg tenging ráðningar, kjara og húsnæðis. Það vanti sektarákvæði í kjarasamningi og að það sé risastórt hagsmunamál fyrir marga félagsmenn Eflingar. „Það er ekki bara það að launin séu lág heldur er þetta skipulega launasvindl, skipulagður launaþjófnaður sem að Samtök atvinnulífsins vísa alltaf frá sér og segja að þetta séu nú bara einhverjir glæpamenn og að þetta séu ekki þeirra félagsmenn, sem er alveg rétt í mörgum tilfellum, en af hverju vilja Samtökin þá ekki bara beita kjarasamningum til þess að það sé bara hægt að sekta fyrir þessi brot?“ veltir Viðar fyrir sér. Viðar segir að ef fólk sé að velta því fyrir sér hvers vegna félagsmenn séu svona reiðir þá sé það ekki síst vegna kjarasamningsbrota. „Fólkið sem verður fyrir þessu, þetta er okkar fólk. Þetta er fólkið í ferðamannabransanum, byggingariðnaðinum og hjá starfsmannaleigunum. Þetta er eitthvað sem við verðum rosalega mikið vör við á hverjum einasta degi.“Sjá kröfugerð Eflingar hér. Kjaramál Tengdar fréttir Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12 Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk í kvöld umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hefði verið samþykkt einróma á fundinum.Sjá nánar: Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness, sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara, eiga fund með Samtökum Atvinnulífsins á morgun hjá ríkissáttasemjara. „Þetta var samþykkt einróma á mjög kröftugum fundi samninganefndar Eflingar núna í kvöld,“ segir Viðar sem bendir á að útspil stjórnvalda í skattkerfisbreytingum hafi orðið til þess að færa verkalýðsfélagið sem næst sinni kröfugerð gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Sólveig Anna sagðist í kvöldfréttum RÚV ekki eiga von á því að SA leggi fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að viðbrögð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar hefðu ekki komið henni á óvart. Það hefði verið þungt hljóð í henni og ekki síst í Eflingu í rúmt ár. Þegar Viðar var beðinn um að bregðast við þessum orðum forsætisráðherra sagði hann:Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar, vill vekja athygli á kröfum félagsmanna um að styrkja og útvíkka trúnaðarmannakerfið og að vernda starfsfólk meðal annars starfsmannaleiga fyrir launaþjófnaði með sektarákvæði í kjarasamningi.Visir/Stöð 2„Hún er kannski bara að vísa til þess að það átti sér stað sögulegt formanns-og stjórnarkjör núna í Eflingu fyrir tæpu ári. Hún er kannski að vísa í það í ljósi þess að það birtast kannski róttækari áherslur en verið hefur.“ Aðspurður hvort það stefni í verföll segir Viðar að samninganefnd Eflingar sé búin að teikna upp ýmsar sviðsmyndir í þeim efnum.Kröfurnar snúa líka að því að vernda starfsfólk starfsmannaleiga Viðar bendir á að kröfur Eflingar séu síst allar launalegs eðlis. Krafan um að tekið verði á kjarabrotum hjá starfsmannaleigum. Hann segir að í húfi sé oft óeðlileg tenging ráðningar, kjara og húsnæðis. Það vanti sektarákvæði í kjarasamningi og að það sé risastórt hagsmunamál fyrir marga félagsmenn Eflingar. „Það er ekki bara það að launin séu lág heldur er þetta skipulega launasvindl, skipulagður launaþjófnaður sem að Samtök atvinnulífsins vísa alltaf frá sér og segja að þetta séu nú bara einhverjir glæpamenn og að þetta séu ekki þeirra félagsmenn, sem er alveg rétt í mörgum tilfellum, en af hverju vilja Samtökin þá ekki bara beita kjarasamningum til þess að það sé bara hægt að sekta fyrir þessi brot?“ veltir Viðar fyrir sér. Viðar segir að ef fólk sé að velta því fyrir sér hvers vegna félagsmenn séu svona reiðir þá sé það ekki síst vegna kjarasamningsbrota. „Fólkið sem verður fyrir þessu, þetta er okkar fólk. Þetta er fólkið í ferðamannabransanum, byggingariðnaðinum og hjá starfsmannaleigunum. Þetta er eitthvað sem við verðum rosalega mikið vör við á hverjum einasta degi.“Sjá kröfugerð Eflingar hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12 Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12
Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49