Breiðhyltingar finna fyrir meiri fordómum Ari Brynjólfsson skrifar 21. febrúar 2019 06:15 Félagsbústaðir eiga tæplega 600 eignir í Breiðholti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Meira en helmingur leigjenda Félagsbústaða í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi segist finna fyrir fordómum frá öðru fólki í samfélaginu, staðan er hins vegar önnur hjá leigjendum í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem minna en þriðjungur segist finna fyrir fordómum. Þetta kemur fram í þjónustukönnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði í Reykjavík í byrjun desember, alls var haft samband við 749 leigjendur og var svarhlutfallið tæplega 43 prósent.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir engar einfaldar skýringar að baki þessum tölum. „Það kann að eima eftir af gömlum fordómum um að það felist í því einhver ölmusa að leigja húsnæði sem er í eigu sveitarfélags og það litið hornauga. Það er auðvitað bara þannig að aðstæður fólks eru misjafnar og ekki allir sem hafa tök á að eignast húsnæði eða leigja á almennum markaði.“ Segir hún það vilja Félagsbústaða að greina betur hvað það er sem liggur að baki þessari tilfinningu stórs hóps leigjenda . Stærsti hópurinn sem kveðst finna fyrir fordómum í samfélaginu eru einstaklingar með tvö eða fleiri börn, aðeins fjórðungur þeirra kveðst ekki finna fyrir fordómum. Í Breiðholti mælist mun meiri óánægja með nánast alla þætti þjónustu Félagsbústaða. Til dæmis er þar að finna mestu óánægjuna með viðhaldsþjónustu og leiguverð. 59 prósent leigjenda í Breiðholti segjast finna fyrir fordómum í samfélaginu, talan er lægri í öðrum hverfum og minnst í Vesturbænum þar sem 28 prósent segjast finna fyrir fordómum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti.Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti, segir flókið að koma með skýringar á hvers vegna munurinn sé svo mikill á milli hverfa í Reykjavík. „Ég held að þetta sé einhver birtingarmynd einhvers sem á sér ansi flóknar skýringar. Þetta getur tengst alls konar þáttum eins og félagsgerð, menntunarstigi og efnahag. Líka sögu, þegar þessar félagslegu íbúðir eru byggðar í Breiðholtinu í stórum stíl þá skilur það eftir sig arfleifð sem var ekki eins mikið um annars staðar,“ segir Óskar. „Það hafa öll hverfi í höfuðborginni gengið í gegnum svoleiðis, líka þegar verkamannabústaðirnir voru byggðir vestur í bæ.“ Hann segir Breiðholtið hafa gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á síðustu árum. „Þetta er sambærilegt því þegar hverfið var að byggjast upp. Ég ólst hérna upp og man þegar krakkar alls staðar að af landinu hittust hér, nú er þetta fólk alls staðar að úr heiminum. Það er kannski eðlilegt að það séu einhverjir vaxtarverkir sem fylgja því.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Meira en helmingur leigjenda Félagsbústaða í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi segist finna fyrir fordómum frá öðru fólki í samfélaginu, staðan er hins vegar önnur hjá leigjendum í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem minna en þriðjungur segist finna fyrir fordómum. Þetta kemur fram í þjónustukönnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði í Reykjavík í byrjun desember, alls var haft samband við 749 leigjendur og var svarhlutfallið tæplega 43 prósent.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir engar einfaldar skýringar að baki þessum tölum. „Það kann að eima eftir af gömlum fordómum um að það felist í því einhver ölmusa að leigja húsnæði sem er í eigu sveitarfélags og það litið hornauga. Það er auðvitað bara þannig að aðstæður fólks eru misjafnar og ekki allir sem hafa tök á að eignast húsnæði eða leigja á almennum markaði.“ Segir hún það vilja Félagsbústaða að greina betur hvað það er sem liggur að baki þessari tilfinningu stórs hóps leigjenda . Stærsti hópurinn sem kveðst finna fyrir fordómum í samfélaginu eru einstaklingar með tvö eða fleiri börn, aðeins fjórðungur þeirra kveðst ekki finna fyrir fordómum. Í Breiðholti mælist mun meiri óánægja með nánast alla þætti þjónustu Félagsbústaða. Til dæmis er þar að finna mestu óánægjuna með viðhaldsþjónustu og leiguverð. 59 prósent leigjenda í Breiðholti segjast finna fyrir fordómum í samfélaginu, talan er lægri í öðrum hverfum og minnst í Vesturbænum þar sem 28 prósent segjast finna fyrir fordómum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti.Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti, segir flókið að koma með skýringar á hvers vegna munurinn sé svo mikill á milli hverfa í Reykjavík. „Ég held að þetta sé einhver birtingarmynd einhvers sem á sér ansi flóknar skýringar. Þetta getur tengst alls konar þáttum eins og félagsgerð, menntunarstigi og efnahag. Líka sögu, þegar þessar félagslegu íbúðir eru byggðar í Breiðholtinu í stórum stíl þá skilur það eftir sig arfleifð sem var ekki eins mikið um annars staðar,“ segir Óskar. „Það hafa öll hverfi í höfuðborginni gengið í gegnum svoleiðis, líka þegar verkamannabústaðirnir voru byggðir vestur í bæ.“ Hann segir Breiðholtið hafa gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á síðustu árum. „Þetta er sambærilegt því þegar hverfið var að byggjast upp. Ég ólst hérna upp og man þegar krakkar alls staðar að af landinu hittust hér, nú er þetta fólk alls staðar að úr heiminum. Það er kannski eðlilegt að það séu einhverjir vaxtarverkir sem fylgja því.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira