Heyið dettur niður á fóðurganginn í nýju fjósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. febrúar 2019 19:30 Eitt glæsilegasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á Spóastöðum í Biskupstungum en fjósið, sem er hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, var byggt á rúmlega sjö mánuðum. Fóðurkerfi fjóssins vekur sérstaka athygli en það er uppi í loftinu og lætur heyið detta á fóðurganginn þar sem kýrnar taka fagnandi á móti því. Nýja fjósið er stálgrindahús frá Landstólpa í Skeiða og Gnúpverjahreppi, alls um 1550 fermetrar að stærð með plássi fyrir 140 kýr. Það er hátt til lofts í fjósinu, mjög rúmt á gripunum enda vellíðan þeirra sett í fyrsta sæti. Það eru bræðurnir á Spóastöðum, þeir Þórarinn og Ingvi og Þorfinnur, pabbi þeirra sem byggðu nýja fjósi en bræðurnir sjá þó mest um fjósið með aðstoð síns fólks. Tveir mjaltaþjónar eru í fjósinu af fullkomnustu gerð þar sem þeir sjá um að þvo spenana vel og vandlega áður en mjaltaækin fara sjálfkrafa upp á þá. Kýrnar hafa frjálst val um hvenær þær fara í þjónana eins og í öllum mjaltaþjónum. Mjaltaþjónarnir sýna nákvæmlega hversu mikil mjólk kemur úr hverjum spena og hvað kýrin mjólkaði mikið síðast þegar hún var í mjaltaþjóninum.Mjög rúmt er á gripunum í nýja fjósinu og þar líður þeim greinilega vel.Kálfarnir í nýja fjósinu hafa það einstaklega gott á hálminum en þegar fréttamaður skoðaði nýja fjósið var ein kýrin einmitt nýborin og sá Þórarinn um að færa hana og kálfinn í sér stíu, á hálm og í gott pláss.Kýrnar taka fagnandi á móti heyinu þegar það dettur niður til þeirra með nýja fóðurkerfinu.Magnús HlynurFóðurkerfið í nýja fjósinu vekur sérstaka athygli. Á hverjum morgni er fóður gefið í sérstakan matara fyrir daginn, sem sér um að hræra heyinu saman. Það fer síðan á færiband sem liðast um allt fjósið fyrir ofan kýrnar og lætur heyið detta niður á fóðurganginn þeirra þar sem þær taka með glöðu geði á móti því.Þórarinn Þorfinnsson segir að fjölskyldan á Spóastöðunum sé mjög ánægð með nýja fjósið og allan aðbúnað fyrir kýrnar í því.Magnús HlynurÞórarinn segir að kerfið virki mjög vel, það gefi fimm sinnum á dag. Hann segir að mikil ánægja sé með nýja fjósið, feðgarnir séu jú enn að læra á það en greinilegt sé að kúnum líði vel og séu hæstánægðar með nýja heimilið sitt. Fjósið kostaði um 200 milljónir króna. Kýrnar eru alsælar í nýja fjósinu.Magnús Hlynur Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Eitt glæsilegasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á Spóastöðum í Biskupstungum en fjósið, sem er hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, var byggt á rúmlega sjö mánuðum. Fóðurkerfi fjóssins vekur sérstaka athygli en það er uppi í loftinu og lætur heyið detta á fóðurganginn þar sem kýrnar taka fagnandi á móti því. Nýja fjósið er stálgrindahús frá Landstólpa í Skeiða og Gnúpverjahreppi, alls um 1550 fermetrar að stærð með plássi fyrir 140 kýr. Það er hátt til lofts í fjósinu, mjög rúmt á gripunum enda vellíðan þeirra sett í fyrsta sæti. Það eru bræðurnir á Spóastöðum, þeir Þórarinn og Ingvi og Þorfinnur, pabbi þeirra sem byggðu nýja fjósi en bræðurnir sjá þó mest um fjósið með aðstoð síns fólks. Tveir mjaltaþjónar eru í fjósinu af fullkomnustu gerð þar sem þeir sjá um að þvo spenana vel og vandlega áður en mjaltaækin fara sjálfkrafa upp á þá. Kýrnar hafa frjálst val um hvenær þær fara í þjónana eins og í öllum mjaltaþjónum. Mjaltaþjónarnir sýna nákvæmlega hversu mikil mjólk kemur úr hverjum spena og hvað kýrin mjólkaði mikið síðast þegar hún var í mjaltaþjóninum.Mjög rúmt er á gripunum í nýja fjósinu og þar líður þeim greinilega vel.Kálfarnir í nýja fjósinu hafa það einstaklega gott á hálminum en þegar fréttamaður skoðaði nýja fjósið var ein kýrin einmitt nýborin og sá Þórarinn um að færa hana og kálfinn í sér stíu, á hálm og í gott pláss.Kýrnar taka fagnandi á móti heyinu þegar það dettur niður til þeirra með nýja fóðurkerfinu.Magnús HlynurFóðurkerfið í nýja fjósinu vekur sérstaka athygli. Á hverjum morgni er fóður gefið í sérstakan matara fyrir daginn, sem sér um að hræra heyinu saman. Það fer síðan á færiband sem liðast um allt fjósið fyrir ofan kýrnar og lætur heyið detta niður á fóðurganginn þeirra þar sem þær taka með glöðu geði á móti því.Þórarinn Þorfinnsson segir að fjölskyldan á Spóastöðunum sé mjög ánægð með nýja fjósið og allan aðbúnað fyrir kýrnar í því.Magnús HlynurÞórarinn segir að kerfið virki mjög vel, það gefi fimm sinnum á dag. Hann segir að mikil ánægja sé með nýja fjósið, feðgarnir séu jú enn að læra á það en greinilegt sé að kúnum líði vel og séu hæstánægðar með nýja heimilið sitt. Fjósið kostaði um 200 milljónir króna. Kýrnar eru alsælar í nýja fjósinu.Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira