Tíminn og rýmið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 07:30 „Hreyfing og tími koma við sögu í öllum verkunum,“ segir Tumi. Fréttablaðið/Anton Brink Tumi Magnússon sýnir verk sín á sýningunni Áttir sem nú stendur yfir í Listasafni Akureyrar. Verkin eru í þremur sölum. Ekki er langt síðan safnið var endurnýjað og salir þess stækkaðir. „Það hefur verið fallega gert og rýmin eru ólík. Ég fékk þarna þrjá sali sem eru hver með sín hlutföll, lofthæð og karakter en öll mjög einföld og henta vel fyrir myndlistarsýningar,“ segir Tumi.Verk tekin á göngu Spurður um verkin á sýningunni segir hann: „Hreyfing og tími koma við sögu í öllum verkunum. Í tveimur sölum eru vídeóinnsetningar. Önnur vídeóinnsetningin er á fjórum stórum skjávörpum. Vídeóið tók ég á göngu og vélin snýr niður og í norður. Þar sem vélin sneri alltaf í sömu átt og snerist ekki með mér þegar ég tók beygjur þá sést á vídeóinu hvernig jörðin streymir framhjá í mismunandi áttir. Upptökurnar eru fjórar, teknar á mismunandi stöðum. Eftir á skeytti ég upptökurnar saman þannig að fótatakið verður alls staðar í takt. Úr verður heildarryþmi bæði á hreyfingunni og myndinni.“ Annað vídeóverk í öðrum sal heitir Fótganga. „Í þessum sal eru tólf vídeóskjáir, sex á hvorum vegg. Það vídeó sýnir einnig göngu og er tekið alveg niður við jörð og öðru hvoru sést í fót sem hverfur síðan. Þarna er um að ræða mismunandi upptökur á mismunandi stöðum og skórnir eru mismunandi. Þessum upptökum raðaði ég síðan saman þannig að úr verður ein ganga með mismunandi skóm, undirlagi og hljóðum.“Áttir er videó sem tekið er niður fyrir fætur og myndavélin vísar í norður.Nýtir sér númer svindlara Í þriðja sal listasafnsins eru sjálfstæð verk, tvenns konar. „Þarna eru litlir hljóðskúlptúrar, frá þeim kemur hljóð á mínútu fresti, annars vegar flugvélarhljóð og hins vegar bílhljóð. Flugvélin flýgur fram hjá borðinu og bíllinn fram hjá lampanum sem hangir á vegg. Annars staðar í salnum eru teikningar af símanúmerum en ég hef gert slík verk öðru hvoru frá árinu 2002. Að þessi sinni eru teikningar af tveimur símanúmerum sem eiga það sameiginlegt að vera frá svindlurum. Ég bý í Danmörku á veturna og þar kemur fyrir að hringt er í mann frá öðrum heimshornum og þegar maður svarar er lagt á. Svindlararnir gera þetta í von um að maður hringi til baka og þá er hægt að svíkja af manni pening sem tekinn er af símareikningi.“ Tumi segist þó aldrei hafa gengið í þessa gildru, en nýtti sér símanúmer tveggja svindlara í verkið. Tumi hefur fengist við myndlist í áratugi. Spurður um þróun í myndlist sinni segir hann: „Ég hef alltaf haft gaman af að breyta til og prófa nýjar aðferðir. Þegar ég var í námi vann ég með 8 millimetra kvikmyndir, ljósmyndir og smáskúlptúra. Á níunda áratugnum færði ég mig yfir í málverk sem í byrjun voru fígúratíf en þróuðust yfir í hugmyndaleg málverk og málverkainnsetningar. Um 2000 fóru vídeóinnsetningar að verða áberandi. Það sem þessi margvíslegu verk mín eiga sameiginlegt er að aðalviðfangsefnið er tíminn og rýmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Tumi Magnússon sýnir verk sín á sýningunni Áttir sem nú stendur yfir í Listasafni Akureyrar. Verkin eru í þremur sölum. Ekki er langt síðan safnið var endurnýjað og salir þess stækkaðir. „Það hefur verið fallega gert og rýmin eru ólík. Ég fékk þarna þrjá sali sem eru hver með sín hlutföll, lofthæð og karakter en öll mjög einföld og henta vel fyrir myndlistarsýningar,“ segir Tumi.Verk tekin á göngu Spurður um verkin á sýningunni segir hann: „Hreyfing og tími koma við sögu í öllum verkunum. Í tveimur sölum eru vídeóinnsetningar. Önnur vídeóinnsetningin er á fjórum stórum skjávörpum. Vídeóið tók ég á göngu og vélin snýr niður og í norður. Þar sem vélin sneri alltaf í sömu átt og snerist ekki með mér þegar ég tók beygjur þá sést á vídeóinu hvernig jörðin streymir framhjá í mismunandi áttir. Upptökurnar eru fjórar, teknar á mismunandi stöðum. Eftir á skeytti ég upptökurnar saman þannig að fótatakið verður alls staðar í takt. Úr verður heildarryþmi bæði á hreyfingunni og myndinni.“ Annað vídeóverk í öðrum sal heitir Fótganga. „Í þessum sal eru tólf vídeóskjáir, sex á hvorum vegg. Það vídeó sýnir einnig göngu og er tekið alveg niður við jörð og öðru hvoru sést í fót sem hverfur síðan. Þarna er um að ræða mismunandi upptökur á mismunandi stöðum og skórnir eru mismunandi. Þessum upptökum raðaði ég síðan saman þannig að úr verður ein ganga með mismunandi skóm, undirlagi og hljóðum.“Áttir er videó sem tekið er niður fyrir fætur og myndavélin vísar í norður.Nýtir sér númer svindlara Í þriðja sal listasafnsins eru sjálfstæð verk, tvenns konar. „Þarna eru litlir hljóðskúlptúrar, frá þeim kemur hljóð á mínútu fresti, annars vegar flugvélarhljóð og hins vegar bílhljóð. Flugvélin flýgur fram hjá borðinu og bíllinn fram hjá lampanum sem hangir á vegg. Annars staðar í salnum eru teikningar af símanúmerum en ég hef gert slík verk öðru hvoru frá árinu 2002. Að þessi sinni eru teikningar af tveimur símanúmerum sem eiga það sameiginlegt að vera frá svindlurum. Ég bý í Danmörku á veturna og þar kemur fyrir að hringt er í mann frá öðrum heimshornum og þegar maður svarar er lagt á. Svindlararnir gera þetta í von um að maður hringi til baka og þá er hægt að svíkja af manni pening sem tekinn er af símareikningi.“ Tumi segist þó aldrei hafa gengið í þessa gildru, en nýtti sér símanúmer tveggja svindlara í verkið. Tumi hefur fengist við myndlist í áratugi. Spurður um þróun í myndlist sinni segir hann: „Ég hef alltaf haft gaman af að breyta til og prófa nýjar aðferðir. Þegar ég var í námi vann ég með 8 millimetra kvikmyndir, ljósmyndir og smáskúlptúra. Á níunda áratugnum færði ég mig yfir í málverk sem í byrjun voru fígúratíf en þróuðust yfir í hugmyndaleg málverk og málverkainnsetningar. Um 2000 fóru vídeóinnsetningar að verða áberandi. Það sem þessi margvíslegu verk mín eiga sameiginlegt er að aðalviðfangsefnið er tíminn og rýmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira