Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2019 13:00 Helga Vala Helgadóttir situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna. vísir/vilhelm Fulltrúi minnihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld sem Alþingi samþykkti að ráðherra legði fram frumvarp um á vorþingi. Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stefnt að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. Mjög hart var tekist á um breytingartillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá haustþingi allt þar til samgönguáætlun og breytingartillögur meirihlutans voru samþykktar á Alþingi í síðustu viku. Þær ganga út á að samgönguráðherra leggi fram frumvarp á yfirstandandi þingi um útfærslu veggjalda vegna uppbyggingar helstu stofnleiða í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar um land. Það kom því nokkuð á óvart þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra lýsti því yfir á Sprengisandi Bylgjunnar um helgina að engin ákvörðun lægi fyrir um veggjöld, aðeins væri talað um hugsanlega fjármögnun með þeim og framkvæmdavaldinu heimilt að vinna áfram að útfærslu. Opnaði ráðherrann á að á næstu fjórum til fimm árum yrðu arðgreiðslur frá Landsvikjun nýttar til stórframkvæmda í vegakerfinu. En Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur stefnt að því að þær tekjur rynnu í þjóðarsjóð, einhvers konar varasjóð til að svara áföllum í þjóðarbúskapnum.Björn Leví Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á fundi samgöngunefnd.vísir/vilhelmKom á óvart Helga Vala Helgadóttir sem situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna segir afstöðu samgönguráðherra koma mjög á óvart. Minnihlutinn hafi lagt til aðrar leiðir meðal annars að nota ýmsar arðgreiðslur til ríkisins. „Því var hafnað af meirihlutanum. Sem samgönguráðherra virðist nú ætla að gera að sínu. Ég átta mig ekki alveg á hvað er að gerast. Ég veit ekki hvernig ráðherra lítur á Alþingi og hlutverk þess. En þetta er þingsályktunartillaga sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku, meðal annars af honum sjálfum,” segir Helga Vala. Formaður Miðflokksins hafi einnig á fimmtudag lagst gegn veggjöldum í viðtali þótt þingmenn flokksins hafi greitt atkvæði með breytingartillögunni. Það hefði því verið nær að samgönguráðherrann greiddi atkvæði með minnihlutanum, sem meðal annars hafi viljað nýta arðgreiðslur frá Landsvikrjun til uppbyggingar vegakerfisins. „Ég lít svo á að það ríki ákveðið neyðarástand á vegum úti. Það dylst engum. Öryggi vegfarenda er ekki tryggt. Það þarf að fara í miklar framkvæmdir og það má vel nýta þessa fjármuni í það. Þannig að það að Sigurður Ingi taki núna undir okkar tillögur er bara frábært. Hann hefði kannski mátt gera það áður en Alþingi ákvað annað,” segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Fulltrúi minnihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld sem Alþingi samþykkti að ráðherra legði fram frumvarp um á vorþingi. Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stefnt að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. Mjög hart var tekist á um breytingartillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá haustþingi allt þar til samgönguáætlun og breytingartillögur meirihlutans voru samþykktar á Alþingi í síðustu viku. Þær ganga út á að samgönguráðherra leggi fram frumvarp á yfirstandandi þingi um útfærslu veggjalda vegna uppbyggingar helstu stofnleiða í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar um land. Það kom því nokkuð á óvart þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra lýsti því yfir á Sprengisandi Bylgjunnar um helgina að engin ákvörðun lægi fyrir um veggjöld, aðeins væri talað um hugsanlega fjármögnun með þeim og framkvæmdavaldinu heimilt að vinna áfram að útfærslu. Opnaði ráðherrann á að á næstu fjórum til fimm árum yrðu arðgreiðslur frá Landsvikjun nýttar til stórframkvæmda í vegakerfinu. En Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur stefnt að því að þær tekjur rynnu í þjóðarsjóð, einhvers konar varasjóð til að svara áföllum í þjóðarbúskapnum.Björn Leví Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á fundi samgöngunefnd.vísir/vilhelmKom á óvart Helga Vala Helgadóttir sem situr í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Samfylkinguna segir afstöðu samgönguráðherra koma mjög á óvart. Minnihlutinn hafi lagt til aðrar leiðir meðal annars að nota ýmsar arðgreiðslur til ríkisins. „Því var hafnað af meirihlutanum. Sem samgönguráðherra virðist nú ætla að gera að sínu. Ég átta mig ekki alveg á hvað er að gerast. Ég veit ekki hvernig ráðherra lítur á Alþingi og hlutverk þess. En þetta er þingsályktunartillaga sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku, meðal annars af honum sjálfum,” segir Helga Vala. Formaður Miðflokksins hafi einnig á fimmtudag lagst gegn veggjöldum í viðtali þótt þingmenn flokksins hafi greitt atkvæði með breytingartillögunni. Það hefði því verið nær að samgönguráðherrann greiddi atkvæði með minnihlutanum, sem meðal annars hafi viljað nýta arðgreiðslur frá Landsvikrjun til uppbyggingar vegakerfisins. „Ég lít svo á að það ríki ákveðið neyðarástand á vegum úti. Það dylst engum. Öryggi vegfarenda er ekki tryggt. Það þarf að fara í miklar framkvæmdir og það má vel nýta þessa fjármuni í það. Þannig að það að Sigurður Ingi taki núna undir okkar tillögur er bara frábært. Hann hefði kannski mátt gera það áður en Alþingi ákvað annað,” segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira