Lífið

Fyrsta íslenska fúnkishúsið til sölu á 92 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Smekkleg eign í Skerjafirði.
Smekkleg eign í Skerjafirði.
Fyrsta húsið á Íslandi í fúnkisstíl við Bauganes í Skerjafirðinum er komið á söluskrá en húsið var byggt árið 1932 fyrir Ragnar í Smára menningarfrömuð.

María Björg Sigurðardóttir, hönnuður, býr í þessu fallega húsi ásamt þremur börnum og eiginmanni en hún var í viðtali við Glamour á dögunum.

Um er að ræða rúmlega tvö hundruð fermetra húsi með fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum.

Eignin er á þremur hæðum sem skiptist í aðalhæð, efri hæð og kjallara en ekki er full lofthæð í kjallaranum. Eignin var talsvert endurnýjuð fyrir um fimm árum.

Fasteignamat eignarinnar er 87 milljónir en hér að neðan má sjá fallegar myndir úr eigninni en María og fjölskylda hefur greinilega komið sér vel fyrir.

Glæsilegt hús.
Borðstofan virkilega falleg með fallegum gluggum.
Sjónvarpsholið einkar smekklegt.
Stigagangurinn frá aðalhæðinni upp á aðra hæð nýtur sín vel.
Hjónaherbergið er fallegt með glæsilegum hornglugga.
Eldhúsið og borðstofan eru í einu opnu rými.
Gott barnaherbergi en alls eru herbergin fjögur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×