Vopnað rán í Breiðholti: „Ég var bara að koma úr Krónunni með mjólkina mína“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 20:00 Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kona hafi verið handtekin fyrir að beita eggvopni við rán og hún sé í haldi lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag konu í Breiðholti eftir að hún framdi vopnað rán. Björn Ágúst Magnússon var á ferðinni nærri heimili sínu þar sem hann hafði farið í búð. Hann var með myndavél í för þar sem hann hafði verið að ljósmynda fugla og mætti konu á gangi. Í samtali við Vísi segir Björn að konan hafi svo kallað á hann eftir að þau mættust svo hann stoppaði. Hann segir konuna hafa tekið í myndavélina hans og reynt að hrifsa hana af honum. Þegar Björn neitaði að sleppa myndavélinni tók konan upp dúkahníf.Björn Ágúst Magnússon.„Hún setur hann nálægt hálsinum á mér og segist ætla að skera mig ef ég láti hana ekki hafa myndavélina,“ segir Björn. Hann sleppti myndavélinni. „Mér brá ekkert smá,“ segir Björn. „Ég var bara að koma úr Krónunni með mjólkina mína.“ Dóttir Björns stóð þar rétt hjá og sá ránið. Björn elti konuna í um 300 metra fjarlægð og hringdi á Neyðarlínuna. Skömmu seinna bar lögregluþjóna að garði og var konan handtekin. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kona hafi verið handtekin fyrir að beita eggvopni við rán og hún sé í haldi lögreglu. Konan verður yfirheyrð í fyrramálið. Björn segir konuna hafa stöðvað og talað við ungan mann og sá hafi síðan hlaupið frá henni og virst hræddur. Lögreglan hefur þó ekki vitneskju um hvað hafi átt sér stað þar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag konu í Breiðholti eftir að hún framdi vopnað rán. Björn Ágúst Magnússon var á ferðinni nærri heimili sínu þar sem hann hafði farið í búð. Hann var með myndavél í för þar sem hann hafði verið að ljósmynda fugla og mætti konu á gangi. Í samtali við Vísi segir Björn að konan hafi svo kallað á hann eftir að þau mættust svo hann stoppaði. Hann segir konuna hafa tekið í myndavélina hans og reynt að hrifsa hana af honum. Þegar Björn neitaði að sleppa myndavélinni tók konan upp dúkahníf.Björn Ágúst Magnússon.„Hún setur hann nálægt hálsinum á mér og segist ætla að skera mig ef ég láti hana ekki hafa myndavélina,“ segir Björn. Hann sleppti myndavélinni. „Mér brá ekkert smá,“ segir Björn. „Ég var bara að koma úr Krónunni með mjólkina mína.“ Dóttir Björns stóð þar rétt hjá og sá ránið. Björn elti konuna í um 300 metra fjarlægð og hringdi á Neyðarlínuna. Skömmu seinna bar lögregluþjóna að garði og var konan handtekin. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kona hafi verið handtekin fyrir að beita eggvopni við rán og hún sé í haldi lögreglu. Konan verður yfirheyrð í fyrramálið. Björn segir konuna hafa stöðvað og talað við ungan mann og sá hafi síðan hlaupið frá henni og virst hræddur. Lögreglan hefur þó ekki vitneskju um hvað hafi átt sér stað þar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira