Beðið eftir útspili stjórnvalda sighvatur@frettabladid.is skrifar 16. febrúar 2019 08:15 Ekki verður lengra komist í viðræðum aðila og því er nú beðið eftir aðkomu stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Nú er boltinn hjá stjórnvöldum og það mun hafa úrslitaáhrif um framhaldið þar sem lengra verður væntanlega ekki gengið milli Samtaka atvinnulífsins og okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Samtök atvinnulífsins (SA) höfnuðu á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær gagntilboði VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Í gagntilboðinu var komið til móts við tilboð SA með því skilyrði að stjórnvöld geri kerfisbreytingar og noti skattkerfið til að auka ráðstöfunartekjur. RÚV greindi frá því í gær að tilboðið sem SA lagði fram á miðvikudag hafi gengið út á þriggja ára samning og myndu laun upp að 600 þúsund hækka um 20 þúsund á hverju samningsári en laun yfir 600 þúsund myndu hækka um 2,5 prósent á ári. Ragnar Þór segir að enn sé töluvert langt á milli aðila. „Ef þessi deila á að leysast þá verður aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist bundinn trúnaði um innihald móttilboðs stéttarfélaganna fjögurra og þann trúnað muni hann virða. „Ég get samt sagt að tilboðið er óaðgengilegt Samtökum atvinnulífsins og getur ekki orðið grundvöllur fyrir kjarasamningi milli aðila.“ Þá segir hann það alltaf hafa verið sinn skilning að aðkoma stjórnvalda að samningum sé háð því skilyrði að samningsaðilar séu á lokametrunum að ná samningi. „Enn fremur að þeir kjarasamningar séu innan þess skilgreinda efnahagslega svigrúms sem atvinnulífið getur staðið undir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir niðurstöðu fundarins viss vonbrigði. Ábyrgð samningsaðila og stjórnvalda sé mikil og segist hann vona að allir geri sér grein fyrir því. „SA höfnuðu okkar tilboði en við reyndar ítrekuðum það að tilboðið sem þeir gerðu okkur væri ekki grundvöllur þess að ganga frá kjarasamningum. Menn þurfa bara að gjöra svo vel og finna leiðir og hugsa út fyrir boxið.“ Næsti samningafundur verður á fimmtudaginn en stjórnvöld munu fara yfir áherslur verkalýðshreyfingarinnar á mánudag. Vilhjálmur segir að forsetateymi ASÍ verði svo væntanlega kallað til fundar við stjórnvöld á þriðjudag. „Tíminn er að renna út og ef við náum ekki saman í næstu viku er alveg ljóst að það stefnir í viðræðuslit og menn munu hefja undirbúning að kosningu um verkfall.“ Kjaramál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
„Nú er boltinn hjá stjórnvöldum og það mun hafa úrslitaáhrif um framhaldið þar sem lengra verður væntanlega ekki gengið milli Samtaka atvinnulífsins og okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Samtök atvinnulífsins (SA) höfnuðu á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær gagntilboði VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Í gagntilboðinu var komið til móts við tilboð SA með því skilyrði að stjórnvöld geri kerfisbreytingar og noti skattkerfið til að auka ráðstöfunartekjur. RÚV greindi frá því í gær að tilboðið sem SA lagði fram á miðvikudag hafi gengið út á þriggja ára samning og myndu laun upp að 600 þúsund hækka um 20 þúsund á hverju samningsári en laun yfir 600 þúsund myndu hækka um 2,5 prósent á ári. Ragnar Þór segir að enn sé töluvert langt á milli aðila. „Ef þessi deila á að leysast þá verður aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist bundinn trúnaði um innihald móttilboðs stéttarfélaganna fjögurra og þann trúnað muni hann virða. „Ég get samt sagt að tilboðið er óaðgengilegt Samtökum atvinnulífsins og getur ekki orðið grundvöllur fyrir kjarasamningi milli aðila.“ Þá segir hann það alltaf hafa verið sinn skilning að aðkoma stjórnvalda að samningum sé háð því skilyrði að samningsaðilar séu á lokametrunum að ná samningi. „Enn fremur að þeir kjarasamningar séu innan þess skilgreinda efnahagslega svigrúms sem atvinnulífið getur staðið undir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir niðurstöðu fundarins viss vonbrigði. Ábyrgð samningsaðila og stjórnvalda sé mikil og segist hann vona að allir geri sér grein fyrir því. „SA höfnuðu okkar tilboði en við reyndar ítrekuðum það að tilboðið sem þeir gerðu okkur væri ekki grundvöllur þess að ganga frá kjarasamningum. Menn þurfa bara að gjöra svo vel og finna leiðir og hugsa út fyrir boxið.“ Næsti samningafundur verður á fimmtudaginn en stjórnvöld munu fara yfir áherslur verkalýðshreyfingarinnar á mánudag. Vilhjálmur segir að forsetateymi ASÍ verði svo væntanlega kallað til fundar við stjórnvöld á þriðjudag. „Tíminn er að renna út og ef við náum ekki saman í næstu viku er alveg ljóst að það stefnir í viðræðuslit og menn munu hefja undirbúning að kosningu um verkfall.“
Kjaramál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira