Menning

Dóri DNA setur upp leikrit afa síns

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dóri DNA setur Atómstöðina á svið.
Dóri DNA setur Atómstöðina á svið. Vísir/Vilhelm

Grínistinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekkt sem Dóri DNA, greinir frá því á Twitter að hann og Þjóðleikhúsið hafi komist að samkomulagi um uppsetningu á verkinu Atómstöðin.

Halldór birtir einfallega mynd af samninginum þar sem fram kemur að Þjóðleikhúsið kaupi leikgerð Halldórs að skáldsögu afa hans, Halldórs Laxness. 

Halldór mun skrifa leikgerðina í verkinu en hann útskrifaðist af Sviðshöfundabraut LHÍ árið 2011. Nóbelskáldið Halldór Kiljan Laxness lést árið 1998, þá 95 ára. 

Verkið verðu tekið til sýninga á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020. Hér að neðan má sjá færslu Halldórs. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.