Boða rómantíska stemmningu á sundlaugarbakkanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2019 14:01 Sundlaug Kópavogs nýtur mikilla vinsælda hjá íbúm í bænum og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogur.is Vetrarhátíð fer fram í Kópavogi dagana 8. og 9. febrúar. Safnanótt er haldin föstudaginn 8. febrúar og laugardaginn 9. febrúar er komið að sundlauganótt. Að vanda er metnaðarfull dagskrá í Kópavogi bæði kvöldin. Menningarhúsin í Kópavogi, Kópavogskirkja og Midpunkt gallerí taka þátt í Safnanótt og hefst dagskrá klukkan 18.00 og stendur til 23.00. Pure Deli í Gerðarsafni verður þó opið til miðnættis en þar verður hamingjustund og tónlist. Sundlauganótt fer fram í Salalaug að þessu sinni. Ókeypis er inn í laugina frá klukkan 18 og opið til 22.00. Viðburðir, rómantísk stemning á bakknum og ókeypis ís fyrir börnin, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Dagskrá Vetrarhátíðar í Kópavogi hefur aldrei verið glæsilegri en núna. Viðburðir eru fjölmargir og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Kópavogskirkja er eitt af þekktari kennileitum Kópavogs.Kópavogur.is Kirkjan tekur á sig óvenjulega mynd Ævar Þór Benediktsson er sérstakur gestur á Bókasafni Kópavogs á Safnanótt en hann er höfundur bókaflokksins góðkunna. Ratleikur í anda bókanna fer fram á öllum hæðum og Ævar Þór leiðir áheyrendur á vit ævintýranna með skemmtilegum viðburðum. Þar fyrir utan verða ýmsir fróðlegir og fjörugir viðburðir á Bókasafninu. Kópavogskirkja og Borgarholtið taka á sig óvenjulega mynd með vörpun á vídeóverki Hrundar Atladóttur . Inni í kirkjunni verður raftónlistarupplifun undir stjórn Arnljóts Sigurðssonar og Sr. Sigurður Arnarson veitir leiðsögn um nýuppgerða glugga Gerðar Helgadóttur. Í Náttúrufræðistofu verða lífverur í vötnum, sýnatökur og rannsóknir til umfjöllunar, sérfræðingar sýna aðferðir og svara spurningum forvitinna gesta. Í Gerðarsafni verður boðið upp á hefðbundna og dansleiðsögn um sýninguna Ó, hve hljótt. Þá leiðir Curver Thoroddsen viðburð þar sem gestir varpa eigin vídeóverki á veggi. Midpunkt gallerí tekur þátt og sýnir einnig brot af verkum frá síðustu sýningum. Í Salnum verða tvennir tónleikar með Gissuri Páli Gissurarsyni. Loks má þess geta að í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða sýndar kvikmyndir frá ýmsum tímum undir leiðsögn valinkunnra sagnaþula bæjarins. Frítt í Salalaug á Sundlauganótt Salalaug tekur þátt í Sundlauganótt sem fram fer næsta laugardag, 9. febrúar. Frítt verður í laugina frá klukkan 18.00 og opið til 22.00. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá, aqua zumba, jóga, samflot og þá verður töframaður og uppistand. Rómantísk stemning og tónlist verður við útilaugina, og lýst upp með kyndlum. Ókeypis ís verður á boðstólum fyrir börnin. Vetrarhátíð í Kópavogi er hluti af Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogur Sundlaugar Vetrarhátíð Tengdar fréttir Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Vetrarhátíð fer fram í Kópavogi dagana 8. og 9. febrúar. Safnanótt er haldin föstudaginn 8. febrúar og laugardaginn 9. febrúar er komið að sundlauganótt. Að vanda er metnaðarfull dagskrá í Kópavogi bæði kvöldin. Menningarhúsin í Kópavogi, Kópavogskirkja og Midpunkt gallerí taka þátt í Safnanótt og hefst dagskrá klukkan 18.00 og stendur til 23.00. Pure Deli í Gerðarsafni verður þó opið til miðnættis en þar verður hamingjustund og tónlist. Sundlauganótt fer fram í Salalaug að þessu sinni. Ókeypis er inn í laugina frá klukkan 18 og opið til 22.00. Viðburðir, rómantísk stemning á bakknum og ókeypis ís fyrir börnin, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Dagskrá Vetrarhátíðar í Kópavogi hefur aldrei verið glæsilegri en núna. Viðburðir eru fjölmargir og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Kópavogskirkja er eitt af þekktari kennileitum Kópavogs.Kópavogur.is Kirkjan tekur á sig óvenjulega mynd Ævar Þór Benediktsson er sérstakur gestur á Bókasafni Kópavogs á Safnanótt en hann er höfundur bókaflokksins góðkunna. Ratleikur í anda bókanna fer fram á öllum hæðum og Ævar Þór leiðir áheyrendur á vit ævintýranna með skemmtilegum viðburðum. Þar fyrir utan verða ýmsir fróðlegir og fjörugir viðburðir á Bókasafninu. Kópavogskirkja og Borgarholtið taka á sig óvenjulega mynd með vörpun á vídeóverki Hrundar Atladóttur . Inni í kirkjunni verður raftónlistarupplifun undir stjórn Arnljóts Sigurðssonar og Sr. Sigurður Arnarson veitir leiðsögn um nýuppgerða glugga Gerðar Helgadóttur. Í Náttúrufræðistofu verða lífverur í vötnum, sýnatökur og rannsóknir til umfjöllunar, sérfræðingar sýna aðferðir og svara spurningum forvitinna gesta. Í Gerðarsafni verður boðið upp á hefðbundna og dansleiðsögn um sýninguna Ó, hve hljótt. Þá leiðir Curver Thoroddsen viðburð þar sem gestir varpa eigin vídeóverki á veggi. Midpunkt gallerí tekur þátt og sýnir einnig brot af verkum frá síðustu sýningum. Í Salnum verða tvennir tónleikar með Gissuri Páli Gissurarsyni. Loks má þess geta að í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða sýndar kvikmyndir frá ýmsum tímum undir leiðsögn valinkunnra sagnaþula bæjarins. Frítt í Salalaug á Sundlauganótt Salalaug tekur þátt í Sundlauganótt sem fram fer næsta laugardag, 9. febrúar. Frítt verður í laugina frá klukkan 18.00 og opið til 22.00. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá, aqua zumba, jóga, samflot og þá verður töframaður og uppistand. Rómantísk stemning og tónlist verður við útilaugina, og lýst upp með kyndlum. Ókeypis ís verður á boðstólum fyrir börnin. Vetrarhátíð í Kópavogi er hluti af Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu.
Kópavogur Sundlaugar Vetrarhátíð Tengdar fréttir Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50