Bíó og sjónvarp

Myndaveisla frá forsýningu Arctic

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi og María Thelma Smáradóttir leikkona voru glæsilegar í gær.
Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi og María Thelma Smáradóttir leikkona voru glæsilegar í gær. myndir/Katrín Aagestad

Kvikmyndin Arctic var forsýnd hér á landi í gærkvöldi en Arctic skartar Maríu Thelmu Smáradóttur og dönsku ofurstjörnunni Mads Mikkelsen í aðalhlutverkum. Sýningin fór fram í Sambíó Egilshöll og létu margir sjá sig. Myndin fer í almennar sýningar í dag.

Leikstjóri er Brasilíumaðurinn Joe Penna. Myndin segir frá manni sem er fastur á norðurheimskautinu. Hann á von á því að vera bjargað en þegar styttist í björgunina kemur slys í veg fyrir að af henni verði. Hann þarf að ákveða hvort hann eigi að halda til í búðum sínum þar sem hann er öruggur um sinn, eða leggja í mikla hættuför í von um að honum verði bjargað.

Leikkonan María Thelma Smáradóttir á að baki leik í þáttaröðinni Föngum og hefur verið að gera góða hluti í leiklistinni að undanförnu. Hún var að sjálfsögðu mætt á forsýninguna. Kvikmyndafyrirtækið Pegasus framleiðir myndina sem var að öllu leyti tekin upp hér á landi.

Sjá einnig: María segir Mads vera æðislegan og alveg lausan við stjörnustæla

Ljósmyndarinn Katrín Aagestad Gunnarsdóttir fangaði stemninguna á forsýningunni í gær og má sjá þær myndir hér að neðan.


Tengdar fréttir

Rosaleg á rauða dreglinum

Leikkonan María Thelma Smáradóttir birtist í Cannes í hátískukjólum og háum hælum ásamt stórstjörnunni Mads Mikkelsen en saman leika þau í myndinni Arctic sem tekin var upp hér á landi.

Dásamlegt að geta bara búið til bíó

Kvikmyndastjarnan Mads Mikkelsen lauk nýverið við tökur á Íslandi á kvikmyndinni Arctic. Hann elskar hvernig Íslendingar vinna og þrátt fyrir velgengnina í Hollywood segir hann að það séu rokk og ról verkefni á borð við Arctic sem uppfylli drauma leikarans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.