Bíó og sjónvarp

Fyrsta stiklan úr Arctic með Mads og Maríu þar sem Ísland er í aðalhlutverki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mads og María fara með aðalhlutverkin.
Mads og María fara með aðalhlutverkin.

Nýjasta mynd danska leikarans Mads Mikkelsen verður frumsýnd í febrúar á þessu ári og ber hún heiti Arctic.

Myndin segir frá manni sem er fastur á norðurheimskautinu. Hann á von á því að vera bjargað en þegar styttist í björgunina kemur slys í veg fyrir að af henni verði.

Hann þarf að ákveða hvort hann eigi að halda til í búðum sínum þar sem hann er öruggur um sinn, eða leggja í mikla hættuför í von um að honum verði bjargað.

Kvikmyndin er öll tekin upp á Íslandi. Leikstjórinn er Joe Penna en Mads leikur aðalhlutverkið en næst stærsta hlutverkið er í höndum íslensku leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.