Sport

Stjörnurnar láta ljós sitt skína í Super Bowl-auglýsingunum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Charlie Sheen kemur við sögu í einni auglýsingu.
Charlie Sheen kemur við sögu í einni auglýsingu.

Af hverju að bíða eftir því að sjá Super Bowl-auglýsingarnar þegar þú getur horft á þær núna?

Kannski ekki allar en Vísir getur sýnt ykkur brot af því besta í klippunni hér að neðan enda eru fyrirtækin farin að setja auglýsingarnar fyrr í loftið í von um umtal.

Venju samkvæmt eru auglýsingarnar rándýrar enda er Super Bowl dýrasti auglýsingatími ársins. Það er því eins gott að vanda til verka.

Charlie Sheen, Tony Romo, Sarah Jessica Parker, Jeff Bridges og Steve Carell eru á meðal þeirra sem koma við sögu í auglýsingum ársins.

30 sekúndna auglýsing í Super Bowl kostar litlar 4 milljónir dollara eða 480 milljónir króna. Það er ansi vel í lagt.



Klippa: Super Bowl auglýsingar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×