Lífið

Sóli tekur snúning á Sigmundi Davíð

Samúel Karl Ólason skrifar
Sólmundur Hólm.
Sólmundur Hólm. Fréttablaðið/Stefán

Sólmundur Hólm undirbýr nú sýninguna Varist eftirhermur og mætti hann því í Harmageddon á föstudaginn þar sem hann tók nokkrar frábærar eftirhermur. Sóli sagði þeim Frosta og Mána frá því að þó hann hafi unnið sem skemmtikraftur í mörg ár hélt hann sína eigin sýningu í fyrsta sinn í fyrra. Nú er komið að annarri sýningu og verður hún frumsýnd í febrúar.

Sóli fór einnig yfir ferilinn og hvað hann hefði tekið sér fyrir hendur á undanförnum árum.

Hlusta má á viðtalið við Sóla hér að neðan. Eftirhermurnar hefjast eftir tæpar fimmtán mínútur þegar Sóli setur sig í spor Sigmundar Davíðs. Máni sagði ótrúlegt hve vel Sóla tækist að herma eftir fólki og honum liði eins og hann væri að hlusta á þá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.