Olivia Colman segist hafa átt í aldursdeilu við Wikipedia Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2019 12:17 Olivia Colman vann á dögunum til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni The Favorite. Getty Breska leikkonan Olivia Colman segir að hún hafi eitt sinn sent póst undir dulnefni á stjórnendur netalfræðiritsins Wikipedia til að fá þá til að leiðrétta skráðan aldur á síðunni um sig. Var hún skráð átta árum eldri en hún er í raun og veru. Colman, sem er 44 ára, sagði frá málinu í nýjum hlaðvarpsþætti leikarans David Tennant, sem lék með henni í þáttunum Broadchurch. „Einu sinni, á Wikipedia, þá var skráður rangur dagur, rangur mánuður, og árið átta árum fyrr en ég fæddist í raun.“ Colman sagði í þættinum að hún hafi í fyrstu sent ábendinguna undir öðru nafni þar sem hún vildi ekki virðast hégómleg. Hún hafi þó þurft að láta af feluleiknum þegar engin viðbrögð bárust frá stjórnendum Wikipedia. „Ég sendi þeim tövupóst og þóttist önnur en ég er. [Ég skrifaði] „Ég var með henni í skóla og þetta er ekki afmælisdagur hennar“,“ er haft eftir Colman í þættinum. Segir hún að málið hafi komið upp fyrir nokkrum árum.David Tennant og Olivia Colmen léku saman í Broadchurch-þáttunum.GettyBeðin um fæðingarvottorð Colman fékk engin viðbrögð og sendi þá ítrekun, en aftur gerðist ekkert. Hafi hún að lokum sent póst undir eigin nafni og farið fram á leiðréttingu. Hafi hún þá verið beðin um fæðingarvottorð af stjórnendum Wikipedia. Svaraði hún þá: „Fæðingarvottorð f****** hvers lituð þið á til að gera mig átta árum eldri en ég er?“ Leikkonan segir að fæðingardagurinn hafi að lokum verið leiðréttur, en í þættinum grínaðist hún með að hún hefði getað logið þannig að hún hefði getað verið skráð yngri en hún er í raun. Colman hefur vakið mikla athygli síðustu árin fyrir leik sinn í þáttunum Peep Show, Green Wing, The Night Manager og Broadchurch. Hún fékk á dögunum tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem Önnu drottningu í myndinni The Favorite. Þá mun hún fara með hlutverk Elísabetar Bretadrottningar í þriðju þáttaröð The Crown. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Breska leikkonan Olivia Colman segir að hún hafi eitt sinn sent póst undir dulnefni á stjórnendur netalfræðiritsins Wikipedia til að fá þá til að leiðrétta skráðan aldur á síðunni um sig. Var hún skráð átta árum eldri en hún er í raun og veru. Colman, sem er 44 ára, sagði frá málinu í nýjum hlaðvarpsþætti leikarans David Tennant, sem lék með henni í þáttunum Broadchurch. „Einu sinni, á Wikipedia, þá var skráður rangur dagur, rangur mánuður, og árið átta árum fyrr en ég fæddist í raun.“ Colman sagði í þættinum að hún hafi í fyrstu sent ábendinguna undir öðru nafni þar sem hún vildi ekki virðast hégómleg. Hún hafi þó þurft að láta af feluleiknum þegar engin viðbrögð bárust frá stjórnendum Wikipedia. „Ég sendi þeim tövupóst og þóttist önnur en ég er. [Ég skrifaði] „Ég var með henni í skóla og þetta er ekki afmælisdagur hennar“,“ er haft eftir Colman í þættinum. Segir hún að málið hafi komið upp fyrir nokkrum árum.David Tennant og Olivia Colmen léku saman í Broadchurch-þáttunum.GettyBeðin um fæðingarvottorð Colman fékk engin viðbrögð og sendi þá ítrekun, en aftur gerðist ekkert. Hafi hún að lokum sent póst undir eigin nafni og farið fram á leiðréttingu. Hafi hún þá verið beðin um fæðingarvottorð af stjórnendum Wikipedia. Svaraði hún þá: „Fæðingarvottorð f****** hvers lituð þið á til að gera mig átta árum eldri en ég er?“ Leikkonan segir að fæðingardagurinn hafi að lokum verið leiðréttur, en í þættinum grínaðist hún með að hún hefði getað logið þannig að hún hefði getað verið skráð yngri en hún er í raun. Colman hefur vakið mikla athygli síðustu árin fyrir leik sinn í þáttunum Peep Show, Green Wing, The Night Manager og Broadchurch. Hún fékk á dögunum tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem Önnu drottningu í myndinni The Favorite. Þá mun hún fara með hlutverk Elísabetar Bretadrottningar í þriðju þáttaröð The Crown.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira