Innlent

Tæplega 22 milljóna króna Lottóvinningur gekk út

Kjartan Kjartansson skrifar
Vísir/Vilhelm

Tveir deila með sér tæplega 22 milljóna króna Lottópotti kvöldsins. Annar miðinn var keyptur á bensínstöð N1 í Hrútafirði en hinn á netinu, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Fyrsti vinningur í kvöld nam 21.875.100 krónum og voru tveir með allar fimm tölurnar réttar. Þeir skipta því vinningnum með sér.

Enginn hlaut fyrsta vinning í Víkingalottói sem einnig var dregið út í. Þar var potturinn í fyrsta vinning kominn upp í tæpa 780 milljónir króna. Sömu sögu er að segja af fyrsta vinningi í Eurojackpot sem er kominn upp í rúman tvo og hálfan milljarð króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.