Gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta #metoo ráðstefnu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 08:15 Ungar athafnakonur gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta ráðstefnu um #metoo byltinguna. Nauðsynlegt sé að halda umræðunni á lofti því enn sé langt í land. Nýrri herferð hefur verið hrint af stað. Herferð með myllumerkinu #vinnufriður hefur verið hrint af stað til að minna á að #metoo er hvergi lokið. Krafan er að stjórnvöld og leiðtogar í atvinnulífinu skilgreini hvaða afleiðingar áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur. Það er ekki nóg að viðurkenna vandann. Það þarf að bregðast við honum líka. „Hvað þarf að gerast svo hér ríki vinnufriður?“ spyrja Ungar athafnakonur en þær gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa frestað #metoo ráðstefnu sem átti að fara fram áþingsetningardegi 21. janúar næstkomandi. „Það gengur svolítið brösulega hjá Alþingi núna en það þýðir ekki að það eigi að fresta þessu. Ef þetta er að koma upp þá þarf að taka á því. Það á ekki bara að tala um #metoo þegar gengur vel. Þetta þarf að tækla og þessi #metoo fundur þarf að eiga sér stað. Ef að Alþingi tekur ekki ábyrgð og æðstu leiðtogar samfélagsins þurfa ekki að axla ábyrgð, af hverju ættu einhverjir aðrir að gera það? Þeir eru fyrirmynd þjóðarinnar,“ segir Kolfinna Tómasdóttir, stjórnarmeðlimur Ungra athafnakvenna.Langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum Herferðin fór af stað í vikunni og segir Kolfinna viðbrögð hafa verið framar vonum. Hún segir sorglegt að sjá hversu grófar sumar sögurnar eru. Sjálf á hún nokkrar og sagði frá þessari á Twitter síðu sinni: „Ég fitnaði og samstarfsfélagi sagði í vinnunni að það væri allt í lagi því brjóstin mín væru þá stærri, svo kleip hann í það hægra.“ Fjöldi kvenna og karla hafa tekið þátt og benda á að enn sé langt í langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum. Kolfinna segir það í okkar valdi að taka höndum saman og breyta þessu. „Svo heyrir maður líka að fólk sé orðið þreytt á þessu og þetta sé alltaf sama umræðan. Auðvitað er fólk þreytt á þessu, við erum líka þreyttar á þessu, það eru allir þreyttir á þessu. Það er ekkert gaman að ræða þetta og rifa upp fyrir fólk. Málið er líka annað hvort breytum við þessu hér og nú eða við bara höldum áfram að ræða þetta,“ segir hún ákveðin. MeToo Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Ungar athafnakonur gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta ráðstefnu um #metoo byltinguna. Nauðsynlegt sé að halda umræðunni á lofti því enn sé langt í land. Nýrri herferð hefur verið hrint af stað. Herferð með myllumerkinu #vinnufriður hefur verið hrint af stað til að minna á að #metoo er hvergi lokið. Krafan er að stjórnvöld og leiðtogar í atvinnulífinu skilgreini hvaða afleiðingar áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur. Það er ekki nóg að viðurkenna vandann. Það þarf að bregðast við honum líka. „Hvað þarf að gerast svo hér ríki vinnufriður?“ spyrja Ungar athafnakonur en þær gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa frestað #metoo ráðstefnu sem átti að fara fram áþingsetningardegi 21. janúar næstkomandi. „Það gengur svolítið brösulega hjá Alþingi núna en það þýðir ekki að það eigi að fresta þessu. Ef þetta er að koma upp þá þarf að taka á því. Það á ekki bara að tala um #metoo þegar gengur vel. Þetta þarf að tækla og þessi #metoo fundur þarf að eiga sér stað. Ef að Alþingi tekur ekki ábyrgð og æðstu leiðtogar samfélagsins þurfa ekki að axla ábyrgð, af hverju ættu einhverjir aðrir að gera það? Þeir eru fyrirmynd þjóðarinnar,“ segir Kolfinna Tómasdóttir, stjórnarmeðlimur Ungra athafnakvenna.Langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum Herferðin fór af stað í vikunni og segir Kolfinna viðbrögð hafa verið framar vonum. Hún segir sorglegt að sjá hversu grófar sumar sögurnar eru. Sjálf á hún nokkrar og sagði frá þessari á Twitter síðu sinni: „Ég fitnaði og samstarfsfélagi sagði í vinnunni að það væri allt í lagi því brjóstin mín væru þá stærri, svo kleip hann í það hægra.“ Fjöldi kvenna og karla hafa tekið þátt og benda á að enn sé langt í langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum. Kolfinna segir það í okkar valdi að taka höndum saman og breyta þessu. „Svo heyrir maður líka að fólk sé orðið þreytt á þessu og þetta sé alltaf sama umræðan. Auðvitað er fólk þreytt á þessu, við erum líka þreyttar á þessu, það eru allir þreyttir á þessu. Það er ekkert gaman að ræða þetta og rifa upp fyrir fólk. Málið er líka annað hvort breytum við þessu hér og nú eða við bara höldum áfram að ræða þetta,“ segir hún ákveðin.
MeToo Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira