Lífið

Fyrsta barn ársins í Nelson heitir Gunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg fjölskylda. Gunnar væntanlega sáttir við drenginn.
Falleg fjölskylda. Gunnar væntanlega sáttir við drenginn. myndir/nelson daily og vilhelm

Hjónin Andrea og Steffen Ulrich eignuðust fyrsta barnið í bænum Nelson í Kanada á nýársnótt og kom drengurinn í heiminn klukkan fjögur eftir miðnætti.

Drengurinn hefur fengið nafnið Gunnar eins og miðilinn The Nelson Daily greinir frá. Gunnar er fæddur í bænum Nelson en málið tengist ekki á neinn hátt besta bardagakappa landsins, Gunnari Nelson, og aðeins um skemmtilega tilviljun að ræða.

Fyrir eiga hjónin einn dreng og ber hann nafnið Ragnar og því eru Norræn nöfn greinilega í hávegum höfð hjá fjölskyldunni.

Drengurinn var um fjögur kíló þegar hann fæddist og komst Andrea ekki upp á sjúkrahús. Fæddi hún drenginn heima í stofu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.