Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 17:00 Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels. Vísir/Vilhelm Icelandair Hotels dró laun af þeim starfsmönnum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins þó þeir hefðu ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það óskiljanlega ákvörðun hjá fyrirtækinu. Hann segir starfsmenn hótelsins hafa leitað til Eflingar vegna málsins. „Fólk er algjörlega miður sín,“ segir Viðar. Um er að ræða verkfallsaðgerðir sem stóðu yfir dagana 8. mars og 22. mars síðastliðinn. Viðar segir félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Icelandair Hotels hafi framvísað launaseðlum þar sem ýmist var búið að draga af þeim laun fyrir einn eða tvo daga. „Þetta er ógeðslegt,“ segir Viðar. Viðar segir Eflingu ætla að gera kröfu á Icelandair Hotels um að greiða starfsmönnunum sem ekki voru á vakt laun, ef ekki verður orðið við henni verður farið með málið fyrir dóm.Frá verkfallsaðgerðum hótelstarfsmanna í mars.Vísir/VilhelmMagnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir það rétt að ekki voru greidd laun fyrir verkfallsdaga starfsmanna sem tilheyra þeim stéttarfélögum sem voru í verkfalli. „Enda búið að staðfesta að þeirra hálfu að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir sömu daga í verkfallssjóði félaganna.“ Viðar segir að þeir félagsmenn stéttarfélaganna sem voru á vakt á Icelandair Hotels þann dag sem verkfallsaðgerðirnar áttu sér stað eigi að fá launagreiðslur úr verkfallssjóði félaganna. Það gildi hins vegar ekki um þá starfsmenn sem ekki voru á vakt þessa daga og lögðu því ekki niður störf. Hann segir það því ekki rétta túlkun hjá Icelandair Hotels að hægt sé að draga laun af þeim starfsmönnum sem ekki voru á vakt dagana sem verkfallsaðgerðir fóru fram. Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Icelandair Hotels dró laun af þeim starfsmönnum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins þó þeir hefðu ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það óskiljanlega ákvörðun hjá fyrirtækinu. Hann segir starfsmenn hótelsins hafa leitað til Eflingar vegna málsins. „Fólk er algjörlega miður sín,“ segir Viðar. Um er að ræða verkfallsaðgerðir sem stóðu yfir dagana 8. mars og 22. mars síðastliðinn. Viðar segir félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Icelandair Hotels hafi framvísað launaseðlum þar sem ýmist var búið að draga af þeim laun fyrir einn eða tvo daga. „Þetta er ógeðslegt,“ segir Viðar. Viðar segir Eflingu ætla að gera kröfu á Icelandair Hotels um að greiða starfsmönnunum sem ekki voru á vakt laun, ef ekki verður orðið við henni verður farið með málið fyrir dóm.Frá verkfallsaðgerðum hótelstarfsmanna í mars.Vísir/VilhelmMagnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir það rétt að ekki voru greidd laun fyrir verkfallsdaga starfsmanna sem tilheyra þeim stéttarfélögum sem voru í verkfalli. „Enda búið að staðfesta að þeirra hálfu að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir sömu daga í verkfallssjóði félaganna.“ Viðar segir að þeir félagsmenn stéttarfélaganna sem voru á vakt á Icelandair Hotels þann dag sem verkfallsaðgerðirnar áttu sér stað eigi að fá launagreiðslur úr verkfallssjóði félaganna. Það gildi hins vegar ekki um þá starfsmenn sem ekki voru á vakt þessa daga og lögðu því ekki niður störf. Hann segir það því ekki rétta túlkun hjá Icelandair Hotels að hægt sé að draga laun af þeim starfsmönnum sem ekki voru á vakt dagana sem verkfallsaðgerðir fóru fram.
Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira