Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 21. febrúar 2019 20:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist vonast til þess að verkalýðsfélögin fjögur sem slitu kjaraviðræðum í dag og Samtök atvinnulífsins nýti tímann fram að mögulegum verkfallsaðgerðum vel og freisti þess að ná samningum. Ríkisstjórnin sé til viðræður um frekari aðkomu að lausn deilunnar. Efling, VR, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í dag. Þau gætu hafið verkfallsaðgerðir í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði forsætisráðherra að viðræðuslitin væru áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnina og landið allt. „Ég ber þá von í brjósti að aðilar, Samtök atvinnulífsins og þessi fjögur félög sem slitu, muni nýta tímann núna þrátt fyrir að boðað hafi verið til aðgerða til þess að gera sitt ítrasta til að ná samningum,“ sagði Katrín. Lýsti hún tillögum sem ríkisstjórnin lagði til í vikunni um breytingar á skattkerfinu sem umfangsmiklum og að þær hefðu í för með sér verulegar samfélagslegar umbætur. „Við lýstum því líka að við værum reiðubúin til samtals um nokkur viðbótaratriði þannig að við munum auðvitað halda áfram okkar vinnu enda held ég að það sé til mjög mikils að vinna fyrir alla aðila í samfélaginu og allan almenning að hér komi ekki til harðra átaka,“ sagði forsætisráðherra. Kjaramál Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist vonast til þess að verkalýðsfélögin fjögur sem slitu kjaraviðræðum í dag og Samtök atvinnulífsins nýti tímann fram að mögulegum verkfallsaðgerðum vel og freisti þess að ná samningum. Ríkisstjórnin sé til viðræður um frekari aðkomu að lausn deilunnar. Efling, VR, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í dag. Þau gætu hafið verkfallsaðgerðir í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði forsætisráðherra að viðræðuslitin væru áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnina og landið allt. „Ég ber þá von í brjósti að aðilar, Samtök atvinnulífsins og þessi fjögur félög sem slitu, muni nýta tímann núna þrátt fyrir að boðað hafi verið til aðgerða til þess að gera sitt ítrasta til að ná samningum,“ sagði Katrín. Lýsti hún tillögum sem ríkisstjórnin lagði til í vikunni um breytingar á skattkerfinu sem umfangsmiklum og að þær hefðu í för með sér verulegar samfélagslegar umbætur. „Við lýstum því líka að við værum reiðubúin til samtals um nokkur viðbótaratriði þannig að við munum auðvitað halda áfram okkar vinnu enda held ég að það sé til mjög mikils að vinna fyrir alla aðila í samfélaginu og allan almenning að hér komi ekki til harðra átaka,“ sagði forsætisráðherra.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15