Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Andri Eysteinsson og Kjartan Kjartansson skrifa 21. febrúar 2019 20:59 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd stéttarfélagsins Eflingar samþykkti að láta fara fram rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum á fundi sínum í kvöld. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Efling var á meðal þeirra fjögurra verkalýðsfélaga sem sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. Samninganefndin samþykkti að láta atkvæðagreiðsluna fara fram á fundi sínum klukkan 20 í kvöld. Vinnustöðvunin hæfist klukkan tíu að morgni 8. mars og lyki klukkan 23:59 sama dag nema að kjarasamningar náist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni um vinnustöðvunina skal lokið eigi síðar en kl.22:00, fimmtudaginn 28.2 2019. „Við veljum þennan hóp og þennan dag vegna þess að 8.mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, þessi hópur er að mestu skipaður konum á lægstu launum sem vinna að baki brotnu til að halda hér uppi ferðamannaiðnaðinum þar sem menn hafa grætt á tá og fingri á undanförnum árum, ákvörðunin er tekin á þeim forsendum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Vinnustöðvunin myndi ná til þeirra félagsmanna Eflingar sem vinna samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi. Hún næði til allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhorns landsins. Í samþykkt samninganefndarinnar segir að kjarasamningurinn sem um ræðir hafi runnið út um áramótin og viðræður við SA hafi reynt árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. „Ég hef trú á að þetta sendi gríðarlega sterk og mögnuð skilaboð inn í viðræðurnar og samfélagið þegar láglaunakonur leggja niður störf og sýna með því grundvallarmikilvægi sitt í íslensku samfélagi og íslensku efnahagslífi,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Samninganefnd stéttarfélagsins Eflingar samþykkti að láta fara fram rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum á fundi sínum í kvöld. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Efling var á meðal þeirra fjögurra verkalýðsfélaga sem sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. Samninganefndin samþykkti að láta atkvæðagreiðsluna fara fram á fundi sínum klukkan 20 í kvöld. Vinnustöðvunin hæfist klukkan tíu að morgni 8. mars og lyki klukkan 23:59 sama dag nema að kjarasamningar náist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni um vinnustöðvunina skal lokið eigi síðar en kl.22:00, fimmtudaginn 28.2 2019. „Við veljum þennan hóp og þennan dag vegna þess að 8.mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, þessi hópur er að mestu skipaður konum á lægstu launum sem vinna að baki brotnu til að halda hér uppi ferðamannaiðnaðinum þar sem menn hafa grætt á tá og fingri á undanförnum árum, ákvörðunin er tekin á þeim forsendum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Vinnustöðvunin myndi ná til þeirra félagsmanna Eflingar sem vinna samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi. Hún næði til allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhorns landsins. Í samþykkt samninganefndarinnar segir að kjarasamningurinn sem um ræðir hafi runnið út um áramótin og viðræður við SA hafi reynt árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. „Ég hef trú á að þetta sendi gríðarlega sterk og mögnuð skilaboð inn í viðræðurnar og samfélagið þegar láglaunakonur leggja niður störf og sýna með því grundvallarmikilvægi sitt í íslensku samfélagi og íslensku efnahagslífi,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira