Telur áhugann á Hatara líkast til einsdæmi í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 14:00 Matthías og Klemens í einu af fjölmörgum viðtölum sem sveitin veitir á Dan Panorama hótelinu í dag. Rúnar Freyr BBC, SVT, Aftonbladet, HBO, The Times, Dagbladet, Newtalk og í beinni útsendingu á CNN. Svona hljómar fjölmiðladagskrá Hatara fimmtudaginn 16. maí í Tel Aviv. Um er að ræða lokahnykkinn í langri lotu þar sem reynt hefur verið að finna hið fullkomna jafnvægi á milli þess að kynna framlag Íslands eins vel og hægt er en um leið að ofgera sér ekki enda stutt í stóru stundina á laugardaginn. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, stendur í ströngu að skipuleggja fundi erlendu pressunnar og sveitarinnar. Hann segir erlendu pressuna fá 10-30 mínútur með sveitunum eftir stærð miðlanna. Lítil írsk útvarpsstöð fær tíu mínútna spjall á meðan BBC fær hálftíma. Fyrir svörum sitja þeir Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson en trommugimpið Einar Hrafn Stefánsson er aldrei langt undan. Hann segir þó aldrei orð í viðtölunum sjálfum þótt hann sé mælskur og hvers mans hugljúfi utan karakters.Rúnar Freyr Gíslason er fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins.Rúnar Freyr Gíslason„Álagið er mikið og reynir á strákana. Þetta eru margir hverjir atvinnublaðamenn sem eru auðvitað að fiska eftir djúsí fyrirsögnum. Við reynum að gera þetta í romsum og ég passa að halda þeim uppi með vatni, kaffi og mat.“ Hann er ekki lengi að finna orðin til að lýsa strákunum. „Þeir eru svo öflugir. Báðir frábærir í ensku enda bjuggu báðir erlendis þegar þeir voru litlir,“ segir Rúnar Freyr. Auk þess tali Matthías þýsku og Klemens og Einar frönsku, þótt það reyni ekki á það í viðtölum hjá hinum síðarnefnda sökum þagnmælsku. „Allir blaðamenn lýsa þeim sem frábærum gaurum.“ Rúnar er í fyrsta sinn í hlutverki fjölmiðlafulltrúa. Hann segist því ekki hafa samanburð aðspurður hvort ekki sé himinn og haf á milli áreitis í ár og undanfarin ár. „Ég veit að þetta hefur aldrei verið svona með íslenskt atriði, og eiginlega ekkert annað atriði í Eurovision,“ segir Rúnar.Strákarnir í Hatara ásamt sjónvarpsmanni ITV á fámennri ströndinni í Tel Aviv eldsnemma í gær.Rúnar FreyrHann bendir til stuðnings þeirri ályktun á alþjóðlega fjölmiðla sem sýni Hatara mikinn áhuga en fjalli allajafna ekkert um Eurovision. „Okkar fólk er með skilaboð sem margir vilja hlusta á. Það hefur vakið gríðarlega athygli.“ Seinni undanúrslitariðllinn fer fram í kvöld í Expo Tel Aviv höllinni. Átján atriði berjast um tíu laus sæti í úrslitum á laugardaginn. Rúnar segir ekkert plan hjá íslenska hópnum að horfa saman í kvöld en útsending hefst klukkan 22 að staðartíma í Tel Aviv. „Við reynum að nýta allan tíma sem við getum til að hvíla. Næstu tveir dagar verða rosalega strangir. Engin viðtöl heldur algjör fókus á atriðið og að klára þetta með stæl.“ Lögin 26 sem keppa í úrslitum Eurovision á laugardaginn æfa í keppnishöllinni í morgun. Dómararennsli verður svo um kvöldið þar sem dómnefndir allra þjóðanna greiða atkvæði sín sem vega jafnt á móti atkvæðum úr símakosningu. Eurovision Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
BBC, SVT, Aftonbladet, HBO, The Times, Dagbladet, Newtalk og í beinni útsendingu á CNN. Svona hljómar fjölmiðladagskrá Hatara fimmtudaginn 16. maí í Tel Aviv. Um er að ræða lokahnykkinn í langri lotu þar sem reynt hefur verið að finna hið fullkomna jafnvægi á milli þess að kynna framlag Íslands eins vel og hægt er en um leið að ofgera sér ekki enda stutt í stóru stundina á laugardaginn. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, stendur í ströngu að skipuleggja fundi erlendu pressunnar og sveitarinnar. Hann segir erlendu pressuna fá 10-30 mínútur með sveitunum eftir stærð miðlanna. Lítil írsk útvarpsstöð fær tíu mínútna spjall á meðan BBC fær hálftíma. Fyrir svörum sitja þeir Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson en trommugimpið Einar Hrafn Stefánsson er aldrei langt undan. Hann segir þó aldrei orð í viðtölunum sjálfum þótt hann sé mælskur og hvers mans hugljúfi utan karakters.Rúnar Freyr Gíslason er fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins.Rúnar Freyr Gíslason„Álagið er mikið og reynir á strákana. Þetta eru margir hverjir atvinnublaðamenn sem eru auðvitað að fiska eftir djúsí fyrirsögnum. Við reynum að gera þetta í romsum og ég passa að halda þeim uppi með vatni, kaffi og mat.“ Hann er ekki lengi að finna orðin til að lýsa strákunum. „Þeir eru svo öflugir. Báðir frábærir í ensku enda bjuggu báðir erlendis þegar þeir voru litlir,“ segir Rúnar Freyr. Auk þess tali Matthías þýsku og Klemens og Einar frönsku, þótt það reyni ekki á það í viðtölum hjá hinum síðarnefnda sökum þagnmælsku. „Allir blaðamenn lýsa þeim sem frábærum gaurum.“ Rúnar er í fyrsta sinn í hlutverki fjölmiðlafulltrúa. Hann segist því ekki hafa samanburð aðspurður hvort ekki sé himinn og haf á milli áreitis í ár og undanfarin ár. „Ég veit að þetta hefur aldrei verið svona með íslenskt atriði, og eiginlega ekkert annað atriði í Eurovision,“ segir Rúnar.Strákarnir í Hatara ásamt sjónvarpsmanni ITV á fámennri ströndinni í Tel Aviv eldsnemma í gær.Rúnar FreyrHann bendir til stuðnings þeirri ályktun á alþjóðlega fjölmiðla sem sýni Hatara mikinn áhuga en fjalli allajafna ekkert um Eurovision. „Okkar fólk er með skilaboð sem margir vilja hlusta á. Það hefur vakið gríðarlega athygli.“ Seinni undanúrslitariðllinn fer fram í kvöld í Expo Tel Aviv höllinni. Átján atriði berjast um tíu laus sæti í úrslitum á laugardaginn. Rúnar segir ekkert plan hjá íslenska hópnum að horfa saman í kvöld en útsending hefst klukkan 22 að staðartíma í Tel Aviv. „Við reynum að nýta allan tíma sem við getum til að hvíla. Næstu tveir dagar verða rosalega strangir. Engin viðtöl heldur algjör fókus á atriðið og að klára þetta með stæl.“ Lögin 26 sem keppa í úrslitum Eurovision á laugardaginn æfa í keppnishöllinni í morgun. Dómararennsli verður svo um kvöldið þar sem dómnefndir allra þjóðanna greiða atkvæði sín sem vega jafnt á móti atkvæðum úr símakosningu.
Eurovision Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira