Óumflýjanlegt að flugfargjöld hækki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2019 19:00 Óumflýjanlegt er að flugfargjöld muni hækka nokkuð á næstunni en WOW air hefur reynst lykilþáttur í að halda niðri verðinu að sögn hagfræðings. Framkvæmdastjóri Dohop segir flest félög búin að leggja upp leiðarkerfin í sumar og þeim geti reynst erfitt að breyta með stuttum fyrirvara. Kyrrsettar Boeing vélar gera stöðuna enn verri. WOW hefur undanfarið flogið reglulega til sextán áfangastaða og gjaldþrot félagsins skilur því eftir sig stórt skarð. Þegar flugframboð dregst svo mikið saman má búast við hækkandi flugfargjöldum. „Ég held að það sé óhætt að segja að WOW air hafi að minnsta kosti verið lykilaðili í því að flugfargjöld lækkuðu eins mikið og þau hafa gert," segir Elvar Ingi Möller, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Flugfargjöld voru um 40% ódýrari til útlanda um síðustu áramót samanborið við sama tíma árið 2014," segir hann og bætir við að WOW air hafi að meðaltali greitt um eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega frá stofnun. Þrátt fyrir að hækkunin til skemmri tíma geti verið sérstaklega brött hafi hún þó verið óumflýjanleg. „Svona til lengri tíma þá teljum við að það hafi verið óumflýjanlegt að flugfargjöld muni hækka og sérstaklega í ljósi þess að það hefur einfaldlega verið, og sérstaklega síðasta ári, greitt með hverjum flugfarþega," segir Elvar. Yfir tuttugu flugfélög fljúga þó til Íslands og í dag tilkynnti hollenska flugfélagið Transavia að það myndi fljúga þrisvar í viku frá Amsterdam og fylla þannig upp í skarð WOW.Vísir/vilhelmÞá vinnur Icelandair að því að fá leigða vél í flotann í sumar til þess að breyta flugáætlun sinni vegna stöðunnar. Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að nokkur erlend félög hafi þegar haft samband með áhuga um að stökkva inn í leiðarnar. Þetta séu núverandi viðskiptavinir en meðal þeirra er til dæmis Wizz air. Þetta yrði þó aldrei í sama umfangi og leiðarkerfi WOW air og í fyrsta lagi í júlí. Framkvæmdastjóri Dohop segir kyrrsetningu Boeing 737-MAX vélanna einnig hafa áhrif. „Það er skortur á flugvélum í heiminum þannig það er ekkert auðvelt endilega fyrir flugfélög að færa til í leiðarkerfinu og sérstaklega í því leiðarkerfi sem er búið að ákveða fyrir sumarið," segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. „Það er auðvitað hægt að færa eitthvað til en ekkert í stórum stíl og kannski hæpið að við sjáum þetta gríðarlega framboð sem WOW hafði og sérstaklega ætlaði að vera með í sumar," segir Davíð. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Óumflýjanlegt er að flugfargjöld muni hækka nokkuð á næstunni en WOW air hefur reynst lykilþáttur í að halda niðri verðinu að sögn hagfræðings. Framkvæmdastjóri Dohop segir flest félög búin að leggja upp leiðarkerfin í sumar og þeim geti reynst erfitt að breyta með stuttum fyrirvara. Kyrrsettar Boeing vélar gera stöðuna enn verri. WOW hefur undanfarið flogið reglulega til sextán áfangastaða og gjaldþrot félagsins skilur því eftir sig stórt skarð. Þegar flugframboð dregst svo mikið saman má búast við hækkandi flugfargjöldum. „Ég held að það sé óhætt að segja að WOW air hafi að minnsta kosti verið lykilaðili í því að flugfargjöld lækkuðu eins mikið og þau hafa gert," segir Elvar Ingi Möller, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Flugfargjöld voru um 40% ódýrari til útlanda um síðustu áramót samanborið við sama tíma árið 2014," segir hann og bætir við að WOW air hafi að meðaltali greitt um eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega frá stofnun. Þrátt fyrir að hækkunin til skemmri tíma geti verið sérstaklega brött hafi hún þó verið óumflýjanleg. „Svona til lengri tíma þá teljum við að það hafi verið óumflýjanlegt að flugfargjöld muni hækka og sérstaklega í ljósi þess að það hefur einfaldlega verið, og sérstaklega síðasta ári, greitt með hverjum flugfarþega," segir Elvar. Yfir tuttugu flugfélög fljúga þó til Íslands og í dag tilkynnti hollenska flugfélagið Transavia að það myndi fljúga þrisvar í viku frá Amsterdam og fylla þannig upp í skarð WOW.Vísir/vilhelmÞá vinnur Icelandair að því að fá leigða vél í flotann í sumar til þess að breyta flugáætlun sinni vegna stöðunnar. Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að nokkur erlend félög hafi þegar haft samband með áhuga um að stökkva inn í leiðarnar. Þetta séu núverandi viðskiptavinir en meðal þeirra er til dæmis Wizz air. Þetta yrði þó aldrei í sama umfangi og leiðarkerfi WOW air og í fyrsta lagi í júlí. Framkvæmdastjóri Dohop segir kyrrsetningu Boeing 737-MAX vélanna einnig hafa áhrif. „Það er skortur á flugvélum í heiminum þannig það er ekkert auðvelt endilega fyrir flugfélög að færa til í leiðarkerfinu og sérstaklega í því leiðarkerfi sem er búið að ákveða fyrir sumarið," segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. „Það er auðvitað hægt að færa eitthvað til en ekkert í stórum stíl og kannski hæpið að við sjáum þetta gríðarlega framboð sem WOW hafði og sérstaklega ætlaði að vera með í sumar," segir Davíð.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira