Samstöðuvaka fyrir dýrin við sláturhús SS á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2019 19:30 Samstöðuvaka var haldin í dag við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi þar sem þátttakendur héldu á spjöldum og mótmæltu því að dýrum væru slátrað. Þá voru ökumenn beðnir að flauta fyrir dýrin og urðu fjölmargir við þeirri áskorun. Þetta er í annað skipti á stuttum síma sem Reykjavík Animal Save stendur fyrir samstöðuvöku við sláturhúsið á Selfossi með spjöldin sín til að vekja athygli á því sem gerist í sláturhúsinu. „Við erum bara að vekja athygli því að við þurfum ekki að vera að drepa dýrin. Vísindin eru að segja að við getum lifað fullkomnu heilbrigðu lífi án þess að drepa dýr og borða þau, lifa bara á plöntumiðuðu fæði. Þegar við höfum valmöguleikann til að gera það, af hverju ekki að gera það“, segir Birgir Steinn Erlingsson, þátttakandi í samtökuvöku dagsins.En hvað eigum við að gera við öll dýrin á Íslandi, fyrst þau eiga öll að lifa að mati Birgis og hans fólks ? „Það náttúrulega mun kannski ekki gerast þannig að allir verði vegan allt í einu, þetta mun gerast hægt og rólega og þetta er spurning um eftirspurn og framleiðslu. Þegar eftirspurn minnkar þá mun framleiðslan minnka,“ segir Birgir Steinn.Ýmis skilaboð voru á spjöldum dagsins.Magnús HlynurEn af hverju að mótmæla á sunnudegi þegar engin starfsemi er í sláturhúsinu?„Það er bara venjan í sláturhúsum út um allan heim að svelta dýrin í sólarhring áður en þeim er slátrað til að tæma þarmana, það er snyrtilegra þegar það er verið að vinna matvæli þó að ég líti ekki á þetta sem matvæli,“ segir Vigdís Þórðardóttir, sem tók einnig þátt í samstöðuvöku dagsins.En hvað vill Vigdís segja við þá sem hrista höfuðið og furða sig á samstöðuvökunni við sláturhúsið ? „Ég skil það ósköp vel en ég hef líka rétt á því að hafa tilfinningu til dýranna og leyfa þeim að eiga sinn rétt, því stend ég hérna fyrir þau“.Birgir Steinn með spjald þar sem ökumenn voru hvattir til að flauta fyrir dýrin. Margir gerðu það. Árborg Dýr Landbúnaður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Samstöðuvaka var haldin í dag við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi þar sem þátttakendur héldu á spjöldum og mótmæltu því að dýrum væru slátrað. Þá voru ökumenn beðnir að flauta fyrir dýrin og urðu fjölmargir við þeirri áskorun. Þetta er í annað skipti á stuttum síma sem Reykjavík Animal Save stendur fyrir samstöðuvöku við sláturhúsið á Selfossi með spjöldin sín til að vekja athygli á því sem gerist í sláturhúsinu. „Við erum bara að vekja athygli því að við þurfum ekki að vera að drepa dýrin. Vísindin eru að segja að við getum lifað fullkomnu heilbrigðu lífi án þess að drepa dýr og borða þau, lifa bara á plöntumiðuðu fæði. Þegar við höfum valmöguleikann til að gera það, af hverju ekki að gera það“, segir Birgir Steinn Erlingsson, þátttakandi í samtökuvöku dagsins.En hvað eigum við að gera við öll dýrin á Íslandi, fyrst þau eiga öll að lifa að mati Birgis og hans fólks ? „Það náttúrulega mun kannski ekki gerast þannig að allir verði vegan allt í einu, þetta mun gerast hægt og rólega og þetta er spurning um eftirspurn og framleiðslu. Þegar eftirspurn minnkar þá mun framleiðslan minnka,“ segir Birgir Steinn.Ýmis skilaboð voru á spjöldum dagsins.Magnús HlynurEn af hverju að mótmæla á sunnudegi þegar engin starfsemi er í sláturhúsinu?„Það er bara venjan í sláturhúsum út um allan heim að svelta dýrin í sólarhring áður en þeim er slátrað til að tæma þarmana, það er snyrtilegra þegar það er verið að vinna matvæli þó að ég líti ekki á þetta sem matvæli,“ segir Vigdís Þórðardóttir, sem tók einnig þátt í samstöðuvöku dagsins.En hvað vill Vigdís segja við þá sem hrista höfuðið og furða sig á samstöðuvökunni við sláturhúsið ? „Ég skil það ósköp vel en ég hef líka rétt á því að hafa tilfinningu til dýranna og leyfa þeim að eiga sinn rétt, því stend ég hérna fyrir þau“.Birgir Steinn með spjald þar sem ökumenn voru hvattir til að flauta fyrir dýrin. Margir gerðu það.
Árborg Dýr Landbúnaður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira