Samstöðuvaka fyrir dýrin við sláturhús SS á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2019 19:30 Samstöðuvaka var haldin í dag við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi þar sem þátttakendur héldu á spjöldum og mótmæltu því að dýrum væru slátrað. Þá voru ökumenn beðnir að flauta fyrir dýrin og urðu fjölmargir við þeirri áskorun. Þetta er í annað skipti á stuttum síma sem Reykjavík Animal Save stendur fyrir samstöðuvöku við sláturhúsið á Selfossi með spjöldin sín til að vekja athygli á því sem gerist í sláturhúsinu. „Við erum bara að vekja athygli því að við þurfum ekki að vera að drepa dýrin. Vísindin eru að segja að við getum lifað fullkomnu heilbrigðu lífi án þess að drepa dýr og borða þau, lifa bara á plöntumiðuðu fæði. Þegar við höfum valmöguleikann til að gera það, af hverju ekki að gera það“, segir Birgir Steinn Erlingsson, þátttakandi í samtökuvöku dagsins.En hvað eigum við að gera við öll dýrin á Íslandi, fyrst þau eiga öll að lifa að mati Birgis og hans fólks ? „Það náttúrulega mun kannski ekki gerast þannig að allir verði vegan allt í einu, þetta mun gerast hægt og rólega og þetta er spurning um eftirspurn og framleiðslu. Þegar eftirspurn minnkar þá mun framleiðslan minnka,“ segir Birgir Steinn.Ýmis skilaboð voru á spjöldum dagsins.Magnús HlynurEn af hverju að mótmæla á sunnudegi þegar engin starfsemi er í sláturhúsinu?„Það er bara venjan í sláturhúsum út um allan heim að svelta dýrin í sólarhring áður en þeim er slátrað til að tæma þarmana, það er snyrtilegra þegar það er verið að vinna matvæli þó að ég líti ekki á þetta sem matvæli,“ segir Vigdís Þórðardóttir, sem tók einnig þátt í samstöðuvöku dagsins.En hvað vill Vigdís segja við þá sem hrista höfuðið og furða sig á samstöðuvökunni við sláturhúsið ? „Ég skil það ósköp vel en ég hef líka rétt á því að hafa tilfinningu til dýranna og leyfa þeim að eiga sinn rétt, því stend ég hérna fyrir þau“.Birgir Steinn með spjald þar sem ökumenn voru hvattir til að flauta fyrir dýrin. Margir gerðu það. Árborg Dýr Landbúnaður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Samstöðuvaka var haldin í dag við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi þar sem þátttakendur héldu á spjöldum og mótmæltu því að dýrum væru slátrað. Þá voru ökumenn beðnir að flauta fyrir dýrin og urðu fjölmargir við þeirri áskorun. Þetta er í annað skipti á stuttum síma sem Reykjavík Animal Save stendur fyrir samstöðuvöku við sláturhúsið á Selfossi með spjöldin sín til að vekja athygli á því sem gerist í sláturhúsinu. „Við erum bara að vekja athygli því að við þurfum ekki að vera að drepa dýrin. Vísindin eru að segja að við getum lifað fullkomnu heilbrigðu lífi án þess að drepa dýr og borða þau, lifa bara á plöntumiðuðu fæði. Þegar við höfum valmöguleikann til að gera það, af hverju ekki að gera það“, segir Birgir Steinn Erlingsson, þátttakandi í samtökuvöku dagsins.En hvað eigum við að gera við öll dýrin á Íslandi, fyrst þau eiga öll að lifa að mati Birgis og hans fólks ? „Það náttúrulega mun kannski ekki gerast þannig að allir verði vegan allt í einu, þetta mun gerast hægt og rólega og þetta er spurning um eftirspurn og framleiðslu. Þegar eftirspurn minnkar þá mun framleiðslan minnka,“ segir Birgir Steinn.Ýmis skilaboð voru á spjöldum dagsins.Magnús HlynurEn af hverju að mótmæla á sunnudegi þegar engin starfsemi er í sláturhúsinu?„Það er bara venjan í sláturhúsum út um allan heim að svelta dýrin í sólarhring áður en þeim er slátrað til að tæma þarmana, það er snyrtilegra þegar það er verið að vinna matvæli þó að ég líti ekki á þetta sem matvæli,“ segir Vigdís Þórðardóttir, sem tók einnig þátt í samstöðuvöku dagsins.En hvað vill Vigdís segja við þá sem hrista höfuðið og furða sig á samstöðuvökunni við sláturhúsið ? „Ég skil það ósköp vel en ég hef líka rétt á því að hafa tilfinningu til dýranna og leyfa þeim að eiga sinn rétt, því stend ég hérna fyrir þau“.Birgir Steinn með spjald þar sem ökumenn voru hvattir til að flauta fyrir dýrin. Margir gerðu það.
Árborg Dýr Landbúnaður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira