ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Andri Eysteinsson skrifar 13. janúar 2019 22:34 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gæti fengið gálgafrest, haldi hún sæti sínu. Getty/Pier Marco Tacca Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. Breska blaðið The Guardian greinir frá og segir vandræði forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, heima fyrir vera kveikjuna að væntanlegri frestun. Gert hefur verið ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu fyrir 29. maí næstkomandi en vegna mikillar andstöðu í breska þinginu gegn Brexit-samningum May, býst ESB við því að frestunarbeiðni berist til Brussel frá Lundúnum á komandi vikum. Samningar Theresu May hafa mætt mikilli andstöðu í breska þinginu, í vikunni varð ljóst að verði samningur hennar ekki samþykktur verði ríkisstjórnin að senda frá sér plan B innan þriggja daga. Áður hafði verið gengið út frá því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur af fulltrúadeild breska þingsins myndi Bretland ganga út úr ESB án nokkurra samninga við sambandið, svokallað Hard-Brexit. Guardian hefur það eftir ónefndum embættismanni innan ESB að ef May heldur forsætisráðherrastólnum og tjáir sambandinu að hún þurfi meiri tíma til þess að sannfæra þingið, verði henni veittur frestur fram til júlí. Lengri frestun gæti komið til greina komi til þingkosninga eða annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosningar til Evrópuþingsins í maí gætu þó flækt málin. Fyrsti þingfundur evrópuþingsins eftir kosningar er í júlí. Ljóst er að verði Bretland enn hluti af sambandinu á þeim tíma mun breska þingmenn þurfa á Evrópuþingið. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. Breska blaðið The Guardian greinir frá og segir vandræði forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, heima fyrir vera kveikjuna að væntanlegri frestun. Gert hefur verið ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu fyrir 29. maí næstkomandi en vegna mikillar andstöðu í breska þinginu gegn Brexit-samningum May, býst ESB við því að frestunarbeiðni berist til Brussel frá Lundúnum á komandi vikum. Samningar Theresu May hafa mætt mikilli andstöðu í breska þinginu, í vikunni varð ljóst að verði samningur hennar ekki samþykktur verði ríkisstjórnin að senda frá sér plan B innan þriggja daga. Áður hafði verið gengið út frá því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur af fulltrúadeild breska þingsins myndi Bretland ganga út úr ESB án nokkurra samninga við sambandið, svokallað Hard-Brexit. Guardian hefur það eftir ónefndum embættismanni innan ESB að ef May heldur forsætisráðherrastólnum og tjáir sambandinu að hún þurfi meiri tíma til þess að sannfæra þingið, verði henni veittur frestur fram til júlí. Lengri frestun gæti komið til greina komi til þingkosninga eða annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosningar til Evrópuþingsins í maí gætu þó flækt málin. Fyrsti þingfundur evrópuþingsins eftir kosningar er í júlí. Ljóst er að verði Bretland enn hluti af sambandinu á þeim tíma mun breska þingmenn þurfa á Evrópuþingið.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira