Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti ketti í sveitum landsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2019 19:00 Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti villiketti í sveitum landsins. Félagið er nú með fjóra móðurlausa kettlinga hjá sér þar sem grunur leikur á að læðan hafi verið drepin. Matvælastofnun er með tvö mál á borði hjá sér vegna ólöglegrar aflífunar katta. Allt bendi til þess að læðan hafi verið skotin Fyrir tveimur vikum fékk Áslaug Eyfjörð, stjórnarkona í Villikattafélaginu, fjóra kettlinga, sem í dag eru fjögurra vikna, í fóstur til sín. Grunur leikur á að bóndi á Vestfjörðum hafi skotið mömmu þeirra, sem var heimilisköttur á næsta bæ, þegar kettlingarnir voru tæplega tveggja vikna gamlir.Bóndinn sem átti læðuna treysti sér ekki til að koma kettlingunum á fót og voru þeir því sendir til Reykjavíkur í fóstur. Ekki hefur tekist að útiloka að eitthvað annað hafi gerst þar sem hræið hefur ekki fundist en Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta segir allt benda til þess að læðan hafi verið skotin. Þá fái félagið reglulega ábendingar um að villikettir og jafnvel heimiliskettir séu skotnir í sveitum landsins. „Þetta er ekki eins dæmi, því miður. Að fólk skuli dirfast að skjóta ketti á víðavangi. Við erum með lög sem segja til um það að það megi ekki skjóta ketti,“ segir Arndís.Þekkir mörg dæmi þess að kettir séu skotnir „Maður hefur alveg heyrt mörg dæmi og það er bara virkilega ljótt að vita til þess að fólk sé að skjóta ketti og ég tala nú ekki um ef það verður til þess að svona kettlingar verði móðurlausir,“ segir Áslaug. Gunnar Gunnarsson, dýralæknir í Mýrar- og borgafjarðarsýslu, segist þekkja mörg dæmi þess að kettir séu skotir. Það sé gert ef talið er að kettirnir beri sníkjudýr sem geti valdið því að lömbin drepist í kindunum ef þeir míga í heyið. Oftast séu það flækingskettir. „Það er í nýju dýraverndunarlögunum klár og skýr ákvæði um það aðþetta sé bannað. Það er bannað að skjóta heimiliskisur,“ segir Arndís.Mast þurfi að gera betur Matvælastofnun er nú með tvö mál vegna ólöglegrar aflífunar í sektarferli. Samkvæmt upplýsingum frá stofnunni hafa sektir vegna illrar meðferðar á dýrum færst í aukna undanfarin ár. „MAST hefur valdið til að gera eitthvaðíþessu. Mast veit að kistur eru skotnar á færi og ég veit ekki til þess að fólk hafi fengið dóm vegna slíks,“ segir Arndís og bætir við að MAST þurfi að gera betur. „Við viljum náttúrulega að það sé tekiðáþessum málum. Að þetta sé tekið alvarlega,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. Dýr Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira
Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti villiketti í sveitum landsins. Félagið er nú með fjóra móðurlausa kettlinga hjá sér þar sem grunur leikur á að læðan hafi verið drepin. Matvælastofnun er með tvö mál á borði hjá sér vegna ólöglegrar aflífunar katta. Allt bendi til þess að læðan hafi verið skotin Fyrir tveimur vikum fékk Áslaug Eyfjörð, stjórnarkona í Villikattafélaginu, fjóra kettlinga, sem í dag eru fjögurra vikna, í fóstur til sín. Grunur leikur á að bóndi á Vestfjörðum hafi skotið mömmu þeirra, sem var heimilisköttur á næsta bæ, þegar kettlingarnir voru tæplega tveggja vikna gamlir.Bóndinn sem átti læðuna treysti sér ekki til að koma kettlingunum á fót og voru þeir því sendir til Reykjavíkur í fóstur. Ekki hefur tekist að útiloka að eitthvað annað hafi gerst þar sem hræið hefur ekki fundist en Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta segir allt benda til þess að læðan hafi verið skotin. Þá fái félagið reglulega ábendingar um að villikettir og jafnvel heimiliskettir séu skotnir í sveitum landsins. „Þetta er ekki eins dæmi, því miður. Að fólk skuli dirfast að skjóta ketti á víðavangi. Við erum með lög sem segja til um það að það megi ekki skjóta ketti,“ segir Arndís.Þekkir mörg dæmi þess að kettir séu skotnir „Maður hefur alveg heyrt mörg dæmi og það er bara virkilega ljótt að vita til þess að fólk sé að skjóta ketti og ég tala nú ekki um ef það verður til þess að svona kettlingar verði móðurlausir,“ segir Áslaug. Gunnar Gunnarsson, dýralæknir í Mýrar- og borgafjarðarsýslu, segist þekkja mörg dæmi þess að kettir séu skotir. Það sé gert ef talið er að kettirnir beri sníkjudýr sem geti valdið því að lömbin drepist í kindunum ef þeir míga í heyið. Oftast séu það flækingskettir. „Það er í nýju dýraverndunarlögunum klár og skýr ákvæði um það aðþetta sé bannað. Það er bannað að skjóta heimiliskisur,“ segir Arndís.Mast þurfi að gera betur Matvælastofnun er nú með tvö mál vegna ólöglegrar aflífunar í sektarferli. Samkvæmt upplýsingum frá stofnunni hafa sektir vegna illrar meðferðar á dýrum færst í aukna undanfarin ár. „MAST hefur valdið til að gera eitthvaðíþessu. Mast veit að kistur eru skotnar á færi og ég veit ekki til þess að fólk hafi fengið dóm vegna slíks,“ segir Arndís og bætir við að MAST þurfi að gera betur. „Við viljum náttúrulega að það sé tekiðáþessum málum. Að þetta sé tekið alvarlega,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta.
Dýr Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira