Óttast að frestun frumvarpsins veiti fiskeldisöflunum byr undir báða vængi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júní 2019 13:30 Jón Kaldal, sem er talsmaður Icelandic Wildlife Fund. Mynd/Magnús Hlynur Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þau fyrrnefndu óska eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað en þau síðarnefndu eru hins vegar á því að frestun muni ekki bæta stöðuna. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu á Alþingi og verður henni haldið áfram í dag, samkvæmt dagskrá þingfundar. Gefið hefur verið út að mikill einhugur sé um málið í atvinnuveganefnd. Verði frumvarpið að lögum verður áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest. Þá verða innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánFrumvarpið hefur verið umdeilt en síðast í gær sendu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, frá sér yfirlýsingu þar sem áréttað var að fyrirliggjandi frumvarp muni þrengja mjög að rekstrarskilyrðum fiskeldisfyrirtækja og hamla uppbyggingu í greininni. Óska samtökin eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað og mikilvægir þættir þess endurskoðaðir. Samtökin Icelandic Wildlife Fund, sem berjast gegn sjókvíaeldi, hafa einnig lagst gegn frumvarpinu, einkum á grundvelli umhverfissjónarmiða. Jón Kaldal talsmaður samtakanna segir einnig mikilvægt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar verði í höndum vísindamanna og ekki gert pólitískt. Jón tekur þó ekki í sama streng og SFS varðandi frestun á afgreiðslu frumvarpsins. Hann segist ekki viss um að frestun muni hafa nokkur áhrif á stöðuna í ljósi sterkrar stöðu forsvarsmanna fiskeldis hér á landi. „Það er ofboðslegur þrýstingur af hálfu fiskeldisins að ýmis mál verði liðkuð eldi í hag. Við þekkjum mjög vel kraftinn, eða allavega allavega þá miklu fjármuni að baki þessum „lobbýisma“. Og við höfum áhyggjur af því að ef málinu verði frestað þá muni sjónarmið eldisins verða enn sterkari.“ Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. 7. mars 2019 20:30 Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um fiskeldi skaða lífríkið og ímynd Íslands. Skattgreiðendur taki á sig hundraða milljarða króna ábyrgðir. Breytingarnar eiga að einfalda stjórnsýslu og eftirlit. 6. maí 2014 07:00 Áform um lokað sjókvíaeldi í Eyjafirði sögð í uppnámi Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. 25. apríl 2019 21:00 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þau fyrrnefndu óska eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað en þau síðarnefndu eru hins vegar á því að frestun muni ekki bæta stöðuna. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu á Alþingi og verður henni haldið áfram í dag, samkvæmt dagskrá þingfundar. Gefið hefur verið út að mikill einhugur sé um málið í atvinnuveganefnd. Verði frumvarpið að lögum verður áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest. Þá verða innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánFrumvarpið hefur verið umdeilt en síðast í gær sendu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, frá sér yfirlýsingu þar sem áréttað var að fyrirliggjandi frumvarp muni þrengja mjög að rekstrarskilyrðum fiskeldisfyrirtækja og hamla uppbyggingu í greininni. Óska samtökin eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað og mikilvægir þættir þess endurskoðaðir. Samtökin Icelandic Wildlife Fund, sem berjast gegn sjókvíaeldi, hafa einnig lagst gegn frumvarpinu, einkum á grundvelli umhverfissjónarmiða. Jón Kaldal talsmaður samtakanna segir einnig mikilvægt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar verði í höndum vísindamanna og ekki gert pólitískt. Jón tekur þó ekki í sama streng og SFS varðandi frestun á afgreiðslu frumvarpsins. Hann segist ekki viss um að frestun muni hafa nokkur áhrif á stöðuna í ljósi sterkrar stöðu forsvarsmanna fiskeldis hér á landi. „Það er ofboðslegur þrýstingur af hálfu fiskeldisins að ýmis mál verði liðkuð eldi í hag. Við þekkjum mjög vel kraftinn, eða allavega allavega þá miklu fjármuni að baki þessum „lobbýisma“. Og við höfum áhyggjur af því að ef málinu verði frestað þá muni sjónarmið eldisins verða enn sterkari.“
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. 7. mars 2019 20:30 Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um fiskeldi skaða lífríkið og ímynd Íslands. Skattgreiðendur taki á sig hundraða milljarða króna ábyrgðir. Breytingarnar eiga að einfalda stjórnsýslu og eftirlit. 6. maí 2014 07:00 Áform um lokað sjókvíaeldi í Eyjafirði sögð í uppnámi Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. 25. apríl 2019 21:00 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. 7. mars 2019 20:30
Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um fiskeldi skaða lífríkið og ímynd Íslands. Skattgreiðendur taki á sig hundraða milljarða króna ábyrgðir. Breytingarnar eiga að einfalda stjórnsýslu og eftirlit. 6. maí 2014 07:00
Áform um lokað sjókvíaeldi í Eyjafirði sögð í uppnámi Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. 25. apríl 2019 21:00