Besta vinkona Whitney Houston sviptir hulunni af ástarsambandi þeirra Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 13:51 Robyn Crawford og Whitney Houston. Getty/Samsett Robyn Crawford, besta vinkona bandarísku söngkonunnar Whitney Houston, tjáir sig í fyrsta sinn um meint ástarsamband þeirra á milli í væntanlegum æviminningum sínum. Orðrómar þess efnis hafa ítrekað ratað á síður slúðurblaðanna á sínum tíma. Houston var einn farsælasti tónlistarmaður síðari ára. Hún drukknaði í baðkari á hótelherbergi í Los Angeles snemma árs 2012, eftir langvinna fíkniefnaneyslu og veikindi. Houston og Crawford kynntust á unglingsaldri og með þeim tókst strax náin vinátta. Þær voru áfram afar nánar á áttunda áratugnum, þegar frægðarsól Houston tók að rísa afar hratt. Crawford greinir frá því í fyrsta skipti í nýrri bók sinni, A song for you: My life with Whitney Houston, að þær Houston hafi raunar verið aðeins meira en bara vinir. Orðrómar þess efnis höfðu áður ratað á síður slúðurblaðanna vestanhafs. Hvorug þeirra staðfesti þó nokkurn tímann orðrómana – fyrr en nú. Crawford lýsir því í bókinni að þær hafi hist fyrst þegar þær störfuðu báðar sem leiðbeinendur í sumarbúðum í New Jersey árið 1980. Hún hafi þá strax tjáð Houston að hún myndi ætíð bera hag hennar fyrir brjósti. „Við vildum vera saman,“ skrifar Crawford. „Og þar var aðeins um okkur tvær að ræða.“ Houston hafi þó bundið enda á þann hluta sambandsins sem var „líkamlegur“ árið 1982 en þær voru áfram bestu vinkonur. „Hún sagði að við gætum ekki sofið saman lengur vegna þess að það myndi gera vegferð okkar enn erfiðari,“ segir Robyn í bókinni. „Hún sagði að ef fólk kæmist að sambandi okkar myndi það beita upplýsingunum gegn okkur. Og á níunda áratugnum fannst manni einmitt eins og sú væri raunin.“ Þá hafi fjölskylda Houston auk þess verið mótfallin sambandi þeirra. Móðir Houston hefði til að mynda tjáð dóttur sinni að svo náið samband tveggja kvenna væri „ónáttúrulegt“. Lesa má umfjöllun um útdrátt úr bók Crawford á vef People. Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Robyn Crawford, besta vinkona bandarísku söngkonunnar Whitney Houston, tjáir sig í fyrsta sinn um meint ástarsamband þeirra á milli í væntanlegum æviminningum sínum. Orðrómar þess efnis hafa ítrekað ratað á síður slúðurblaðanna á sínum tíma. Houston var einn farsælasti tónlistarmaður síðari ára. Hún drukknaði í baðkari á hótelherbergi í Los Angeles snemma árs 2012, eftir langvinna fíkniefnaneyslu og veikindi. Houston og Crawford kynntust á unglingsaldri og með þeim tókst strax náin vinátta. Þær voru áfram afar nánar á áttunda áratugnum, þegar frægðarsól Houston tók að rísa afar hratt. Crawford greinir frá því í fyrsta skipti í nýrri bók sinni, A song for you: My life with Whitney Houston, að þær Houston hafi raunar verið aðeins meira en bara vinir. Orðrómar þess efnis höfðu áður ratað á síður slúðurblaðanna vestanhafs. Hvorug þeirra staðfesti þó nokkurn tímann orðrómana – fyrr en nú. Crawford lýsir því í bókinni að þær hafi hist fyrst þegar þær störfuðu báðar sem leiðbeinendur í sumarbúðum í New Jersey árið 1980. Hún hafi þá strax tjáð Houston að hún myndi ætíð bera hag hennar fyrir brjósti. „Við vildum vera saman,“ skrifar Crawford. „Og þar var aðeins um okkur tvær að ræða.“ Houston hafi þó bundið enda á þann hluta sambandsins sem var „líkamlegur“ árið 1982 en þær voru áfram bestu vinkonur. „Hún sagði að við gætum ekki sofið saman lengur vegna þess að það myndi gera vegferð okkar enn erfiðari,“ segir Robyn í bókinni. „Hún sagði að ef fólk kæmist að sambandi okkar myndi það beita upplýsingunum gegn okkur. Og á níunda áratugnum fannst manni einmitt eins og sú væri raunin.“ Þá hafi fjölskylda Houston auk þess verið mótfallin sambandi þeirra. Móðir Houston hefði til að mynda tjáð dóttur sinni að svo náið samband tveggja kvenna væri „ónáttúrulegt“. Lesa má umfjöllun um útdrátt úr bók Crawford á vef People.
Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30