Besta vinkona Whitney Houston sviptir hulunni af ástarsambandi þeirra Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 13:51 Robyn Crawford og Whitney Houston. Getty/Samsett Robyn Crawford, besta vinkona bandarísku söngkonunnar Whitney Houston, tjáir sig í fyrsta sinn um meint ástarsamband þeirra á milli í væntanlegum æviminningum sínum. Orðrómar þess efnis hafa ítrekað ratað á síður slúðurblaðanna á sínum tíma. Houston var einn farsælasti tónlistarmaður síðari ára. Hún drukknaði í baðkari á hótelherbergi í Los Angeles snemma árs 2012, eftir langvinna fíkniefnaneyslu og veikindi. Houston og Crawford kynntust á unglingsaldri og með þeim tókst strax náin vinátta. Þær voru áfram afar nánar á áttunda áratugnum, þegar frægðarsól Houston tók að rísa afar hratt. Crawford greinir frá því í fyrsta skipti í nýrri bók sinni, A song for you: My life with Whitney Houston, að þær Houston hafi raunar verið aðeins meira en bara vinir. Orðrómar þess efnis höfðu áður ratað á síður slúðurblaðanna vestanhafs. Hvorug þeirra staðfesti þó nokkurn tímann orðrómana – fyrr en nú. Crawford lýsir því í bókinni að þær hafi hist fyrst þegar þær störfuðu báðar sem leiðbeinendur í sumarbúðum í New Jersey árið 1980. Hún hafi þá strax tjáð Houston að hún myndi ætíð bera hag hennar fyrir brjósti. „Við vildum vera saman,“ skrifar Crawford. „Og þar var aðeins um okkur tvær að ræða.“ Houston hafi þó bundið enda á þann hluta sambandsins sem var „líkamlegur“ árið 1982 en þær voru áfram bestu vinkonur. „Hún sagði að við gætum ekki sofið saman lengur vegna þess að það myndi gera vegferð okkar enn erfiðari,“ segir Robyn í bókinni. „Hún sagði að ef fólk kæmist að sambandi okkar myndi það beita upplýsingunum gegn okkur. Og á níunda áratugnum fannst manni einmitt eins og sú væri raunin.“ Þá hafi fjölskylda Houston auk þess verið mótfallin sambandi þeirra. Móðir Houston hefði til að mynda tjáð dóttur sinni að svo náið samband tveggja kvenna væri „ónáttúrulegt“. Lesa má umfjöllun um útdrátt úr bók Crawford á vef People. Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Sjá meira
Robyn Crawford, besta vinkona bandarísku söngkonunnar Whitney Houston, tjáir sig í fyrsta sinn um meint ástarsamband þeirra á milli í væntanlegum æviminningum sínum. Orðrómar þess efnis hafa ítrekað ratað á síður slúðurblaðanna á sínum tíma. Houston var einn farsælasti tónlistarmaður síðari ára. Hún drukknaði í baðkari á hótelherbergi í Los Angeles snemma árs 2012, eftir langvinna fíkniefnaneyslu og veikindi. Houston og Crawford kynntust á unglingsaldri og með þeim tókst strax náin vinátta. Þær voru áfram afar nánar á áttunda áratugnum, þegar frægðarsól Houston tók að rísa afar hratt. Crawford greinir frá því í fyrsta skipti í nýrri bók sinni, A song for you: My life with Whitney Houston, að þær Houston hafi raunar verið aðeins meira en bara vinir. Orðrómar þess efnis höfðu áður ratað á síður slúðurblaðanna vestanhafs. Hvorug þeirra staðfesti þó nokkurn tímann orðrómana – fyrr en nú. Crawford lýsir því í bókinni að þær hafi hist fyrst þegar þær störfuðu báðar sem leiðbeinendur í sumarbúðum í New Jersey árið 1980. Hún hafi þá strax tjáð Houston að hún myndi ætíð bera hag hennar fyrir brjósti. „Við vildum vera saman,“ skrifar Crawford. „Og þar var aðeins um okkur tvær að ræða.“ Houston hafi þó bundið enda á þann hluta sambandsins sem var „líkamlegur“ árið 1982 en þær voru áfram bestu vinkonur. „Hún sagði að við gætum ekki sofið saman lengur vegna þess að það myndi gera vegferð okkar enn erfiðari,“ segir Robyn í bókinni. „Hún sagði að ef fólk kæmist að sambandi okkar myndi það beita upplýsingunum gegn okkur. Og á níunda áratugnum fannst manni einmitt eins og sú væri raunin.“ Þá hafi fjölskylda Houston auk þess verið mótfallin sambandi þeirra. Móðir Houston hefði til að mynda tjáð dóttur sinni að svo náið samband tveggja kvenna væri „ónáttúrulegt“. Lesa má umfjöllun um útdrátt úr bók Crawford á vef People.
Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Sjá meira
Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30