Konan hét Edith Macefield og hafnaði hún tilboði upp á eina milljón dollara fyrir lítið hús. Því sem samsvarar 121 milljón íslenskra króna. Macefield lést árið 2008, 86 ára að aldri.
YouTube-síðan Be Amazed hefur tekið saman 20 dæmi um samskonar lagabaráttu þrjóskra húsaeiganda.
Svo má finna eitt hús í Toronto sem var í raun rifið í tvennt þar sem helmingurinn af eigendunum í fjölbýlishúsinu neitaði að selja. Þetta er mjög algengt í Kína og gríðarlega margir eigendur þar í landi neita að selja.
Ein athyglisverða sagan er af húsum sem staðsett eru við Rockefeller bygginguna á Manhattan. Þar eru tvö nokkuð lítil hús sem eigendurnir neituðu að selja frá sér. Þetta hafði það í för með sér að það varð að breyta allir hönnun á húsinu fræga í New York.
Eigendur húsanna neituðu að selja og sögðu að ásett verð væri 250 milljónir dollara. Það var einmitt það sem Rockefeller kostaði að byggja á sínum tíma.
Hér að neðan má sjá yfirferðina í heild sinni.