Jónas Sigurðsson gefur út tónlistarmyndband við Höldum áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2019 13:47 Jónas og félagar óðu út í sjó við tökur á myndbandinu. Í dag, laugardag, sendir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson frá sér nýtt myndband við lagið Höldum áfram af plötunni Milda hjartað. Myndbandið er unnið af Bernhard Kristni ljósmyndara og var tekið upp í sjónum og fjörunni við Þorlákshöfn á haustdögum 2018. Myndbandið var skotið við frekar vafasamar aðstæður svo ekki sé meira sagt, en Björgunarsveitin Mannbjörg sá til þess að fór vel fram á meðan Jónas og Tómas Jónsson busluðu í sjónum ásamt gömlu píanói sem þeir höfðu dröslað út í sjó meðan á tökunum stóð.Klippa: Jónas Sig - Höldum áfram Platan Milda hjartað kom út undir lok árs 2018 og hefur hlotið mikið lof en hún var tilnefnd til fimm verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum.Jónas segir lagið hafa verið innblásið af hugmyndinni að manneskja verði að „keep on keepin‘ on,“ en frasinn kom fram í fjölmörgum slögurum tuttugustu aldarinnar. Frasinn er líklegast eftirminnilegastur í laginu Tangled Up in Blue með Bob Dylan.Jónas og Lúðrasveit Þorlákshafnar.aðsend/Davíð þór„Lagið Höldum áfram byggir á þessari fallegu hugmynd. Að vera manneskja er að lifa er fastur í óskiljanlegum heimi sem hefur ekkert þekkt upphaf og engan endi. Við lifum í tíma sem byrjaði hvergi og við vitum ekki hvar hann gæti endað.“ Segir Jónas.Jónas á spjalli við gesti.aðsend/davíð þór Jónas fagnaði útgáfunni á æskuslóðum í Þorlákshöfn í hádeginu í dag með fólkinu sem lagði hönd á plóg við gerð myndbandsins. Meðfylgjandi eru myndir úr frumsýningarpartýinu en þar var mikil gleði. Gamla lúðrasveitin hans Jónasar sló meira að segja til og mætti óvænt. Sveitin tók lagið og Jónas spilaði undir.aðsend/davíð þór Menning Ölfus Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Í dag, laugardag, sendir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson frá sér nýtt myndband við lagið Höldum áfram af plötunni Milda hjartað. Myndbandið er unnið af Bernhard Kristni ljósmyndara og var tekið upp í sjónum og fjörunni við Þorlákshöfn á haustdögum 2018. Myndbandið var skotið við frekar vafasamar aðstæður svo ekki sé meira sagt, en Björgunarsveitin Mannbjörg sá til þess að fór vel fram á meðan Jónas og Tómas Jónsson busluðu í sjónum ásamt gömlu píanói sem þeir höfðu dröslað út í sjó meðan á tökunum stóð.Klippa: Jónas Sig - Höldum áfram Platan Milda hjartað kom út undir lok árs 2018 og hefur hlotið mikið lof en hún var tilnefnd til fimm verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum.Jónas segir lagið hafa verið innblásið af hugmyndinni að manneskja verði að „keep on keepin‘ on,“ en frasinn kom fram í fjölmörgum slögurum tuttugustu aldarinnar. Frasinn er líklegast eftirminnilegastur í laginu Tangled Up in Blue með Bob Dylan.Jónas og Lúðrasveit Þorlákshafnar.aðsend/Davíð þór„Lagið Höldum áfram byggir á þessari fallegu hugmynd. Að vera manneskja er að lifa er fastur í óskiljanlegum heimi sem hefur ekkert þekkt upphaf og engan endi. Við lifum í tíma sem byrjaði hvergi og við vitum ekki hvar hann gæti endað.“ Segir Jónas.Jónas á spjalli við gesti.aðsend/davíð þór Jónas fagnaði útgáfunni á æskuslóðum í Þorlákshöfn í hádeginu í dag með fólkinu sem lagði hönd á plóg við gerð myndbandsins. Meðfylgjandi eru myndir úr frumsýningarpartýinu en þar var mikil gleði. Gamla lúðrasveitin hans Jónasar sló meira að segja til og mætti óvænt. Sveitin tók lagið og Jónas spilaði undir.aðsend/davíð þór
Menning Ölfus Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira