Segir ólíklegt að dularfullur hundasjúkdómur berist til Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2019 11:42 Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Ísland. Fréttablaðið/Valli Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir mjög varhugavert að fólk skuli lesa í öll veikindi hunda sem einkenni dularfulla sjúkdómsins sem herjar nú á hunda í Ósló í Noregi. Matvælastofnun ákvað í gær að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna sjúkdómsins og segir í tilkynningu MAST að bannið muni gilda þar til orsök veikindanna liggja fyrir. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og hátt í tuttugu hundar drepist. Herdís er stödd á hundasýningu í Svíþjóð eins og er og er þar sem dómari. Hún segir fólk uggandi yfir sjúkdómsfregnunum og allar viðeigandi varúðarráðstafanir hafa verið gerðar. „Það er verið að hafa við allar varúðarráðstafanir sem mögulegar eru til að koma í veg fyrir að þetta breiðist út,“ segir Herdís í samtali við fréttastofu Vísis. Norskir hundar sem skráðir voru í sýninguna fá ekki að taka þátt. Þeir hafi ekki fengið leifi til að ferðast til Svíþjóðar frá Noregi á meðan málið er til rannsóknar. Helstu einkenni þessa sjúkdóms eru blóðug uppköst og niðurgangur. Einkennin ganga yfir í flestum tilfellum á innan við sólarhring. Herdís segist hafa rætt við dýralækni sem er staddur á sýningunni með henni sem taldi sjúkdóminn orsakast af bakteríusýkingu sem myndaðist við myndun jarðgerla þegar myglað grænmeti væri urðað í jörðu. Líklegast væri að hundarnir hafi sýkst eftir að hafa innbyrt sýkta mold. Herdís segir ekki miklar líkur á að sjúkdómurinn komi upp á Íslandi. Það yrði þó auðvitað ekki gott ef svo yrði og því ætti að sýna varkárni í öllu. Hún segir einnig að fólk eigi að varast það að horfa á öll veikindi sem möguleg einkenni sjúkdómsins. „Ég vara fólk við að draga of miklar ályktanir af sögusögnum og einkennum. Það er best að leyfa vísindamönnunum að vinna sína vinnu því það er nú þannig þegar að sögusagnir fara á kreik þá eru þær fljótar að beljast út og verða að einhverju sem aldrei stóð til.“ Fréttastofa ræddi við Þorvald Þórðarson, dýralækni, sem sagðist ekki geta staðhæft neitt um málið. Ekki væri öruggt að gera það að svo stöddu. „Ég held að þetta séu meiri getgátur en nokkuð annað. Ég hef ekki heyrt að nein niðurstaða hafi verið komin í rannsóknirnar. Ekki annað en það að þeir hafa útilokað salmonellu og rottueitur. Þetta er það eina sem við höfum í höndunum í augnablikinu.“ „Ég veit að bæði dýraheilbrigðisstofnunin í Noregi, dýralæknaskólinn og Matvælastofnun Noregs eru að skoða málið, eru með rannsóknir í gangi. Ég treysti þeim bara til að koma með niðurstöðu þegar þar að kemur. Það tekur náttúrulega bara tíma að rannsaka svona hluti. Sérstaklega þegar menn eru ekki alveg öruggir hver orsökin geti verið,“ bætti Þorvaldur við. Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir mjög varhugavert að fólk skuli lesa í öll veikindi hunda sem einkenni dularfulla sjúkdómsins sem herjar nú á hunda í Ósló í Noregi. Matvælastofnun ákvað í gær að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna sjúkdómsins og segir í tilkynningu MAST að bannið muni gilda þar til orsök veikindanna liggja fyrir. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og hátt í tuttugu hundar drepist. Herdís er stödd á hundasýningu í Svíþjóð eins og er og er þar sem dómari. Hún segir fólk uggandi yfir sjúkdómsfregnunum og allar viðeigandi varúðarráðstafanir hafa verið gerðar. „Það er verið að hafa við allar varúðarráðstafanir sem mögulegar eru til að koma í veg fyrir að þetta breiðist út,“ segir Herdís í samtali við fréttastofu Vísis. Norskir hundar sem skráðir voru í sýninguna fá ekki að taka þátt. Þeir hafi ekki fengið leifi til að ferðast til Svíþjóðar frá Noregi á meðan málið er til rannsóknar. Helstu einkenni þessa sjúkdóms eru blóðug uppköst og niðurgangur. Einkennin ganga yfir í flestum tilfellum á innan við sólarhring. Herdís segist hafa rætt við dýralækni sem er staddur á sýningunni með henni sem taldi sjúkdóminn orsakast af bakteríusýkingu sem myndaðist við myndun jarðgerla þegar myglað grænmeti væri urðað í jörðu. Líklegast væri að hundarnir hafi sýkst eftir að hafa innbyrt sýkta mold. Herdís segir ekki miklar líkur á að sjúkdómurinn komi upp á Íslandi. Það yrði þó auðvitað ekki gott ef svo yrði og því ætti að sýna varkárni í öllu. Hún segir einnig að fólk eigi að varast það að horfa á öll veikindi sem möguleg einkenni sjúkdómsins. „Ég vara fólk við að draga of miklar ályktanir af sögusögnum og einkennum. Það er best að leyfa vísindamönnunum að vinna sína vinnu því það er nú þannig þegar að sögusagnir fara á kreik þá eru þær fljótar að beljast út og verða að einhverju sem aldrei stóð til.“ Fréttastofa ræddi við Þorvald Þórðarson, dýralækni, sem sagðist ekki geta staðhæft neitt um málið. Ekki væri öruggt að gera það að svo stöddu. „Ég held að þetta séu meiri getgátur en nokkuð annað. Ég hef ekki heyrt að nein niðurstaða hafi verið komin í rannsóknirnar. Ekki annað en það að þeir hafa útilokað salmonellu og rottueitur. Þetta er það eina sem við höfum í höndunum í augnablikinu.“ „Ég veit að bæði dýraheilbrigðisstofnunin í Noregi, dýralæknaskólinn og Matvælastofnun Noregs eru að skoða málið, eru með rannsóknir í gangi. Ég treysti þeim bara til að koma með niðurstöðu þegar þar að kemur. Það tekur náttúrulega bara tíma að rannsaka svona hluti. Sérstaklega þegar menn eru ekki alveg öruggir hver orsökin geti verið,“ bætti Þorvaldur við.
Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36