Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr ÓKP skrifar 11. maí 2019 07:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, brást illa við ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. Enginn fulltrúi Miðflokksins mætti á fundinn, en Gunnar Bragi Sveinsson á fast sæti í nefndinni og Sigmundur er varamaður hans. „Þetta er rangt hjá Sigmundi og útúrsnúningur í besta falli. Mér fannst rétt að halda því til haga að þessum fundi voru gerð sömu skil og öðrum fundum. Dagskránni var ekki haldið leyndri fyrir neinum nefndarmanni,“ segir Áslaug, sem einnig tók til varna á Facebook-síðu sinni í gær. Þar skýrði hún frá því hvernig fundurinn hefði verið boðaður. Það var gert með SMS-skilaboðum og tölvupósti klukkan rúmlega fjögur daginn fyrir fundinn. Áslaug segir ekkert óeðlilegt við þá fundarboðun eða fyrirvara. Aðspurð segist Áslaug engar skýringar hafa fengið á fjarveru Miðflokksmanna á fundinum. „Nei, ég hef engar skýringar fengið á því. Og mér þótti þetta bara afar sérstakt í ljósi allra þeirra gesta sem voru í gær og þeirra fjölbreyttu sjónarmiða sem komu fram. Dagskrá vikunnar um að það væri utanríkismálafundur klukkan eitt á fimmtudag lá fyrir strax á mánudag þannig að það er afar hæpið að halda því fram að þessi fundartími hafi komið á óvart,“ segir Áslaug. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, brást illa við ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. Enginn fulltrúi Miðflokksins mætti á fundinn, en Gunnar Bragi Sveinsson á fast sæti í nefndinni og Sigmundur er varamaður hans. „Þetta er rangt hjá Sigmundi og útúrsnúningur í besta falli. Mér fannst rétt að halda því til haga að þessum fundi voru gerð sömu skil og öðrum fundum. Dagskránni var ekki haldið leyndri fyrir neinum nefndarmanni,“ segir Áslaug, sem einnig tók til varna á Facebook-síðu sinni í gær. Þar skýrði hún frá því hvernig fundurinn hefði verið boðaður. Það var gert með SMS-skilaboðum og tölvupósti klukkan rúmlega fjögur daginn fyrir fundinn. Áslaug segir ekkert óeðlilegt við þá fundarboðun eða fyrirvara. Aðspurð segist Áslaug engar skýringar hafa fengið á fjarveru Miðflokksmanna á fundinum. „Nei, ég hef engar skýringar fengið á því. Og mér þótti þetta bara afar sérstakt í ljósi allra þeirra gesta sem voru í gær og þeirra fjölbreyttu sjónarmiða sem komu fram. Dagskrá vikunnar um að það væri utanríkismálafundur klukkan eitt á fimmtudag lá fyrir strax á mánudag þannig að það er afar hæpið að halda því fram að þessi fundartími hafi komið á óvart,“ segir Áslaug.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira