Einstæð þriggja barna móðir reynir að lifa af mánuð á lágmarkslaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2019 17:15 Anna Lára Friðfinnsdóttir er búin að reikna út hvernig janúar 2019 á að ganga upp. Hún hefur 89.400 krónur í mat og ófyrirséðan kostnað en hún sér fyrir þremur börnum. Anna Lára Friðfinnsdóttir, starfsmaður á fjármálasviði WOW air, ætlar annað árið í röð að fylgjast vel með peningunum í janúar. Í fyrra tók fjölskyldan út 100 þúsund krónur til að lifa af dagana 31 í janúar. Í ár ætlar Anna Lára að setja sig í spor þeirra sem eru með lágmarkslaun, með 300 þúsund krónur á mánuði.Fjölskyldan náði markmiði sínu í fyrra, að eyða innan við 100 þúsund krónum í helstu nauðsynjar. Þau áttu eftir 7200 krónur þegar mánuðurinn var úti. „Þegar kom að því að finna þá upphæð sem ætti að duga fjölskyldunni til framfærslu þennan mánuðinn ákvað ég horfa til þeirra sem þurfa að lifa á lágmárkslaunum. Lágmarkslaun á Íslandi fyrir fulla vinnu eru í dag 300þ fyrir skatta og gjöld. Kjarasamningar eru lausir en illa gengur að fá þá sem hér stjórna til sjá og viðurkenna að erfitt getur verið að lifa af á þessum launum,“ segir Anna Lára. Lágmarkslaun hækkuðu í 300 þúsund krónur hér á landi á liðnu ári. „Amma mín sagði alltaf að maður ætti að setja sig í spor annara til að skilja betur þeirra sjónarmið, ég skora því á fulltrúa SA og ríkistjórn Íslands að koma með mér í þetta ferðalag, bara í einn mánuð ! ykkur finnst nefninlega sjálfsagt að þetta sé raunveruleiki margra,“ segir Anna sem heldur úti Snapchat-reikningnum abalabba. Anna Lára segir útreikningana miða við einstæða móður með þrjú börn á framfæri í leiguhúsnæði þar sem hiti, rafmagn, sjónvarpsáskrift og internet er innifalið í leigu. „Ég tek barnabætur inn í útreikninginn (hlutfallaðan niður á mánuði) en þær eru ekki greiddar út nema fjórum sinnum á ári. Útgangspunkturinn er sá sami og í fyrra, að spara og nýta allt það sem til er, en þar sem kjarasamningar eru nú lausir lá vel við að nýta tækifærið að skora á aðra að vera með.“ 82 kjarasamningar losnuðu um áramótin og 152 til viðbótar losna í mars. Viðræður Eflingar, VR og VLFA við Samtök atvinnulífsins hófust á milli jóla og nýárs. Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30 Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Anna Lára Friðfinnsdóttir, starfsmaður á fjármálasviði WOW air, ætlar annað árið í röð að fylgjast vel með peningunum í janúar. Í fyrra tók fjölskyldan út 100 þúsund krónur til að lifa af dagana 31 í janúar. Í ár ætlar Anna Lára að setja sig í spor þeirra sem eru með lágmarkslaun, með 300 þúsund krónur á mánuði.Fjölskyldan náði markmiði sínu í fyrra, að eyða innan við 100 þúsund krónum í helstu nauðsynjar. Þau áttu eftir 7200 krónur þegar mánuðurinn var úti. „Þegar kom að því að finna þá upphæð sem ætti að duga fjölskyldunni til framfærslu þennan mánuðinn ákvað ég horfa til þeirra sem þurfa að lifa á lágmárkslaunum. Lágmarkslaun á Íslandi fyrir fulla vinnu eru í dag 300þ fyrir skatta og gjöld. Kjarasamningar eru lausir en illa gengur að fá þá sem hér stjórna til sjá og viðurkenna að erfitt getur verið að lifa af á þessum launum,“ segir Anna Lára. Lágmarkslaun hækkuðu í 300 þúsund krónur hér á landi á liðnu ári. „Amma mín sagði alltaf að maður ætti að setja sig í spor annara til að skilja betur þeirra sjónarmið, ég skora því á fulltrúa SA og ríkistjórn Íslands að koma með mér í þetta ferðalag, bara í einn mánuð ! ykkur finnst nefninlega sjálfsagt að þetta sé raunveruleiki margra,“ segir Anna sem heldur úti Snapchat-reikningnum abalabba. Anna Lára segir útreikningana miða við einstæða móður með þrjú börn á framfæri í leiguhúsnæði þar sem hiti, rafmagn, sjónvarpsáskrift og internet er innifalið í leigu. „Ég tek barnabætur inn í útreikninginn (hlutfallaðan niður á mánuði) en þær eru ekki greiddar út nema fjórum sinnum á ári. Útgangspunkturinn er sá sami og í fyrra, að spara og nýta allt það sem til er, en þar sem kjarasamningar eru nú lausir lá vel við að nýta tækifærið að skora á aðra að vera með.“ 82 kjarasamningar losnuðu um áramótin og 152 til viðbótar losna í mars. Viðræður Eflingar, VR og VLFA við Samtök atvinnulífsins hófust á milli jóla og nýárs.
Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30 Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30
Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent