Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir að stöðvun á kerskála í álverinu í Straumsvík feli í sér mikið fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið. Það hafi tekið tíu vikur að hefja rekstur á skálanum á ný þegar hann var stöðvaður síðast. Rætt verður við Rannveigu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hún kveðst ekki geta tjáð sig um það hvort lokun kerskálans hafi áhrif á hugsanlega sölu álversins.

Það kemur ekki á óvart að Michelle Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem einnig verður rætt við í fréttatímanum en hann hefur skrifað um Ballarin bæði í bókum og blaðagreinum.

Boris Johnson tekur við sem forsætisráðherra Bretlands á morgun en hans bíða ærin verkefni. Þá verður einnig rætt við yfirlækni á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en hann segir ástandið á deildinni algjörlega óviðunandi. Sjúklingar hafa þurft að bíða í hátt í 40 daga á legudeild eftir að komast í aðgerð.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×