„Platan var tekin upp í Bergen af pródúsernum Simen Hope. Ég kynntist honum í lagasmíðabúðum í Þýskalandi og við fundum strax að við gætum unnið vel saman. Nafnið á plötunni, Intuition, kemur frá því hve mikið ég reyni að treysta alltaf á innsæið í öllu sem ég geri.“
Hún segir öll lögin eiga það sameiginlegt að vera um það hvað innsæið skipti hana miklu máli í lífinu.
„Ég reyni alltaf að fylgja því en það getur oft verið erfitt og flókið. Á endanum borgar það sig samt alltaf. Lögin eru mjög persónuleg. Eitt er um kvíða sem ég var að takast á við. Lagið 1993 fjallar um draum minn þegar ég var barn um að verða tónlistarkona þegar ég yrði stór og hvernig það er að upplifa í raun þann draum rætast.“
Lagið Picture Perfect fjallar um samfélagsmiðla og slæm áhrif sem þeir geta haft.
„Það fjallar í raun um óraunhæfar kröfur sem við upplifum sum vegna samfélagsmiðla. Þannig að mörg laganna fjalla um persónulega hluti en eru í poppbúningi, sem mér finnst skemmtilegur kontrast. En lagið Work sem kemur út í dag er lang hressasta lagið og ég beið alveg viljandi með að gefa það út þar til nú um sumar.“
Intuition og sumarsmellinn Work er hægt að nálgast á Spotify og öllum helstu streymisveitum.