Fær 3,6 milljónir frá ríkinu vegna frelsissviptingar í 103 daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 17:07 Maðurinn var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða manni um 3,6 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar í 103 daga. Maðurinn, sem var þá á reynslulausn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald 12 daga og var síðar látinn afplána 600 daga fangelsisdóm sem hann hafði áður hlotið. Samtals krafðist hann 77 milljóna í bætur frá ríkinu.Taldi sig sviptan frelsi í 612 daga Málsatvik eru þau að stefnandi var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Rökstuddur grunur þótti um að hann hefði gerst sekur um líkamsárás og frelsissviptingu gegn tveimur aðilum. Hann taldi sig hafa verið sviptan frelsi að ósekju í 12 daga meðan á handtöku, og síðar gæsluvarðhaldi, stóð og síðan í 600 daga til viðbótar þegar hann afplánaði eftirstöðvar fangelsisdóms sem hann hlaut áður. Þetta hafi haft í för með sér tjón sem hann gerði nú kröfu um að fá bætt. Bótakröfur mannsins í málinu voru af tvennum toga. Annars vegar krafðist hann bóta vegna tekjutaps á umræddu 612 daga tímabili en hins vegar miskabóta vegna frelsissviptingarinnar. Maðurinn krafðist alls tæpra 77 milljóna króna í bætur. Ríkið hafnaði því aftur á móti að til bótaskyldu hafi stofnast. Sagði frelsi sitt skert með íþyngjandi hætti Maðurinn byggði málshöfðun sína á því að rannsakendur hafi við handtöku og ósk um gæsluvarðhald beitt óhóflegu valdi. Með því að handtaka hann og óska eftir því að hann yrði færður í gæsluvarðhald hafi frelsi hans verið skert með íþyngjandi hætti, enda hefðu rannsakendur mátt vita hvaða þýðingu það hefði fyrir hann, sem þá hafi verið á reynslulausn. Stefndi, ríkið, mótmælti öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Gögn mannsins sjálfs stönguðust á við fullyrðingar um tekjutap Að mati dómsins var málatilbúnaður mannsins um meint tekjutap hans ótrúverðugur og stangaðist auk þess verulega á við upplýsingar sem hann hafði sjálfur lagt fram í málinu um heilsufar sitt og atvinnusögu. Taldist því ósannað að maðurinn hafi orðið fyrir því tekjutapi sem hann reisti kröfur sínar á. Aftur á móti verði ekki fram hjá því litið að verulegar og óútskýrðar tafir urðu á útgáfu ákæru í málinu eftir að rannsókn lögreglu lauk, en í þeim efnum verði ekki sakast við manninn. Manninum voru því dæmdar miskabætur úr hendi ríkisins vegna frelsissviptingar í 103 daga, en að öðru leyti verði stefnandi að bera tjón sitt sjálfur. Þóttu miskabætur hæfilega ákveðnar 3.605.000 krónur. Dómsmál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða manni um 3,6 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar í 103 daga. Maðurinn, sem var þá á reynslulausn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald 12 daga og var síðar látinn afplána 600 daga fangelsisdóm sem hann hafði áður hlotið. Samtals krafðist hann 77 milljóna í bætur frá ríkinu.Taldi sig sviptan frelsi í 612 daga Málsatvik eru þau að stefnandi var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Rökstuddur grunur þótti um að hann hefði gerst sekur um líkamsárás og frelsissviptingu gegn tveimur aðilum. Hann taldi sig hafa verið sviptan frelsi að ósekju í 12 daga meðan á handtöku, og síðar gæsluvarðhaldi, stóð og síðan í 600 daga til viðbótar þegar hann afplánaði eftirstöðvar fangelsisdóms sem hann hlaut áður. Þetta hafi haft í för með sér tjón sem hann gerði nú kröfu um að fá bætt. Bótakröfur mannsins í málinu voru af tvennum toga. Annars vegar krafðist hann bóta vegna tekjutaps á umræddu 612 daga tímabili en hins vegar miskabóta vegna frelsissviptingarinnar. Maðurinn krafðist alls tæpra 77 milljóna króna í bætur. Ríkið hafnaði því aftur á móti að til bótaskyldu hafi stofnast. Sagði frelsi sitt skert með íþyngjandi hætti Maðurinn byggði málshöfðun sína á því að rannsakendur hafi við handtöku og ósk um gæsluvarðhald beitt óhóflegu valdi. Með því að handtaka hann og óska eftir því að hann yrði færður í gæsluvarðhald hafi frelsi hans verið skert með íþyngjandi hætti, enda hefðu rannsakendur mátt vita hvaða þýðingu það hefði fyrir hann, sem þá hafi verið á reynslulausn. Stefndi, ríkið, mótmælti öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Gögn mannsins sjálfs stönguðust á við fullyrðingar um tekjutap Að mati dómsins var málatilbúnaður mannsins um meint tekjutap hans ótrúverðugur og stangaðist auk þess verulega á við upplýsingar sem hann hafði sjálfur lagt fram í málinu um heilsufar sitt og atvinnusögu. Taldist því ósannað að maðurinn hafi orðið fyrir því tekjutapi sem hann reisti kröfur sínar á. Aftur á móti verði ekki fram hjá því litið að verulegar og óútskýrðar tafir urðu á útgáfu ákæru í málinu eftir að rannsókn lögreglu lauk, en í þeim efnum verði ekki sakast við manninn. Manninum voru því dæmdar miskabætur úr hendi ríkisins vegna frelsissviptingar í 103 daga, en að öðru leyti verði stefnandi að bera tjón sitt sjálfur. Þóttu miskabætur hæfilega ákveðnar 3.605.000 krónur.
Dómsmál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira