Efling segir túlkun SA á kröfum verkalýðsfélaga vitlausa Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 21:29 Verkalýðsfélögin á almenna markaðnum segja af og frá að þau séu að krefjast hækkunar launa upp á sjötíu til áttatíu og fimm prósent eins og ýmsir hafi fullyrt. Félögin krefjist krónutöluhækkana sem þýði að lægstu launin hækki hlutfallslega mest eða um tæplega 42 prósent á samningstímanum. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að launakröfur félaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins þýði að laun meginþorra félagsmanna muni hækka um 70 til 85 prósent á næstu þremur árum. Efling sendi frá sér í dag útlistun á sameiginlegum kröfum félaganna og segir útlistun Fréttablaðsins fjarri lagi.Hver er misskilningurinn að ykkar mati í framsetningu Fréttablaðsins á þessum málum? „Hann er alveg augljós. Þeir eru að reikna út frá allra lægstu töxtum, eins til dæmis lægsti taxti okkar sem er 267 þúsund krónur á mánuði. Málið er hins vegar að allir búa við lágmarkslaunattryggingu sem eru 300 þúsund krónur á mánuði,“ segir Stefán Ólafsson sérfræðingur á skrifstofu Eflingar. Kröfur verkalýðsfélaganna byggi á aðöll laun hækki um sömu krónutöluna á hverju ári næstu þrjú árin. „Já það er grundvallaratriðið. Krafan er um fjörutíu og tvö þúsund króna hækkun sem gengur þá upp stigann frá þrjú hundruðþúsund krónunum,“ segir Stefán. Það þýðir að lægstu launin myndu hækka úr 300 þúsundum í 425 þúsund áþremur árum, eða um 13,9 prósent á ári sem þýddi að lægstu laun hækkuðu um 41,7 prósent á samningstímanum. Þeir sem eru með 900 þúsund á mánuði í upphafi samningstíma fengju hins vegar 4,6 prósenta hækkun launa á ári eða 13,9 prósent áþremur árum sem svarar til árlegra hækkana lægstu launanna í prósentum talið. „Þannig að þegar Samtök atvinnulífsins tala í gær eins og það sé verið að fara fram á sextíu til áttatíu prósenta hækkun þvert yfir atvinnulífiðþá er það eins vitlaust og nokkuð getur mögulega verið. Meðalhækkun kröfugerðarinnar fyrir atvinnulífið er 6,5 prósent á regluleg laun,“ segir Stefán Ólafsson.Stöð 2 Kjaramál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Verkalýðsfélögin á almenna markaðnum segja af og frá að þau séu að krefjast hækkunar launa upp á sjötíu til áttatíu og fimm prósent eins og ýmsir hafi fullyrt. Félögin krefjist krónutöluhækkana sem þýði að lægstu launin hækki hlutfallslega mest eða um tæplega 42 prósent á samningstímanum. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að launakröfur félaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins þýði að laun meginþorra félagsmanna muni hækka um 70 til 85 prósent á næstu þremur árum. Efling sendi frá sér í dag útlistun á sameiginlegum kröfum félaganna og segir útlistun Fréttablaðsins fjarri lagi.Hver er misskilningurinn að ykkar mati í framsetningu Fréttablaðsins á þessum málum? „Hann er alveg augljós. Þeir eru að reikna út frá allra lægstu töxtum, eins til dæmis lægsti taxti okkar sem er 267 þúsund krónur á mánuði. Málið er hins vegar að allir búa við lágmarkslaunattryggingu sem eru 300 þúsund krónur á mánuði,“ segir Stefán Ólafsson sérfræðingur á skrifstofu Eflingar. Kröfur verkalýðsfélaganna byggi á aðöll laun hækki um sömu krónutöluna á hverju ári næstu þrjú árin. „Já það er grundvallaratriðið. Krafan er um fjörutíu og tvö þúsund króna hækkun sem gengur þá upp stigann frá þrjú hundruðþúsund krónunum,“ segir Stefán. Það þýðir að lægstu launin myndu hækka úr 300 þúsundum í 425 þúsund áþremur árum, eða um 13,9 prósent á ári sem þýddi að lægstu laun hækkuðu um 41,7 prósent á samningstímanum. Þeir sem eru með 900 þúsund á mánuði í upphafi samningstíma fengju hins vegar 4,6 prósenta hækkun launa á ári eða 13,9 prósent áþremur árum sem svarar til árlegra hækkana lægstu launanna í prósentum talið. „Þannig að þegar Samtök atvinnulífsins tala í gær eins og það sé verið að fara fram á sextíu til áttatíu prósenta hækkun þvert yfir atvinnulífiðþá er það eins vitlaust og nokkuð getur mögulega verið. Meðalhækkun kröfugerðarinnar fyrir atvinnulífið er 6,5 prósent á regluleg laun,“ segir Stefán Ólafsson.Stöð 2
Kjaramál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira