Vilja selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 14:22 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir forsendur meirihlutasáttmála borgarstjórnar vera brostnar með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. Frumvarpið er til umræðu á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir.Sjá einnig: Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári „Ef við horfum á hvað er ekki í þessari áætlun, þá vekur athygli að það er engin hagræðing. Það er hagræðingarkrafa upp á 1% sett eftir á þegar að búið er að ákveða hækkanir þannig að það er engin hagræðing í raun,“ sagði Eyþór. „Þetta gerist þrátt fyrir það að hér hafi verið farið í skipuritsbreytingar í kjölfar braggahneykslisins sem varð en þá einhvern veginn varð engin hagræðing.“ Þá nefndi Eyþór að enn væri rekstrarkostnaður hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum, engin lækkun boðuð á gjaldskrá né sköttum og aukinheldur að gert sé ráð fyrir áframhaldandi álagningu innviðagjalda. „Skattar eins og útsvar eru áfram hér, með þátttöku Viðreisnar, í hæstu löglegu hámarki, hærra en í nágrannasveitarfélögunum,“ sagði Eyþór. Þá vildi Eyþór jafnframt meina að áform um rafræna stjórnsýslu sé enn á byrjunarreit og að gert sé ráð fyrir hærra mati á félagslegum íbúðum. Loks sagðist Eyþór hvergi sjá merki um afkomubata á kjörtímabilinu. „Það er sem sagt staðfest að á þessu kjörtímabili sem að þessi meirihluti ber ábyrgð á, reyndar með minnihluta atkvæða, að þá ætlar hann ekki að standa við stóru orðin. Hann ætlar ekki að lækka skuldir og ætlar ekki að ná tökum á rekstrinum,“ sagði Eyþór.Arðgreiðslur frá OR verði nýttar til útsvarslækkunar Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn hyggist leggja fram fjölda tillagna sem miði að því að snúa þeirri þróun við. Meðal annars tillögu um að selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða. Þá hyggist borgarfulltrúar flokksins leggja fram fjölda tillagna í tengslum við fjárhagsáætlun borgarinnar. „M.a. með arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði ráðstafað til útsvarslækkana og að jöfn fjárframlög úr borgarsjóði verði greidd með börnum í grunn- og leikskólum borgarinnar, óháð rekstrarformi,“ að því er segir í tilkynningunni. Þá leggur flokkurinn til að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði lækkaðir viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega, verði hækkað. „Þá munu borgarfulltrúar flokksins aukinheldur leggja til að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag og að skoðað verði að bjóða út rekstur sorphirðu í borginni í þeirri viðleitni að lækka kostnað við sorphirðu,“ segir jafnframt í tilkynningunni, en Eyþór Arnalds gerði grein fyrir þessum tillögum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir forsendur meirihlutasáttmála borgarstjórnar vera brostnar með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. Frumvarpið er til umræðu á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir.Sjá einnig: Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári „Ef við horfum á hvað er ekki í þessari áætlun, þá vekur athygli að það er engin hagræðing. Það er hagræðingarkrafa upp á 1% sett eftir á þegar að búið er að ákveða hækkanir þannig að það er engin hagræðing í raun,“ sagði Eyþór. „Þetta gerist þrátt fyrir það að hér hafi verið farið í skipuritsbreytingar í kjölfar braggahneykslisins sem varð en þá einhvern veginn varð engin hagræðing.“ Þá nefndi Eyþór að enn væri rekstrarkostnaður hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum, engin lækkun boðuð á gjaldskrá né sköttum og aukinheldur að gert sé ráð fyrir áframhaldandi álagningu innviðagjalda. „Skattar eins og útsvar eru áfram hér, með þátttöku Viðreisnar, í hæstu löglegu hámarki, hærra en í nágrannasveitarfélögunum,“ sagði Eyþór. Þá vildi Eyþór jafnframt meina að áform um rafræna stjórnsýslu sé enn á byrjunarreit og að gert sé ráð fyrir hærra mati á félagslegum íbúðum. Loks sagðist Eyþór hvergi sjá merki um afkomubata á kjörtímabilinu. „Það er sem sagt staðfest að á þessu kjörtímabili sem að þessi meirihluti ber ábyrgð á, reyndar með minnihluta atkvæða, að þá ætlar hann ekki að standa við stóru orðin. Hann ætlar ekki að lækka skuldir og ætlar ekki að ná tökum á rekstrinum,“ sagði Eyþór.Arðgreiðslur frá OR verði nýttar til útsvarslækkunar Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn hyggist leggja fram fjölda tillagna sem miði að því að snúa þeirri þróun við. Meðal annars tillögu um að selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða. Þá hyggist borgarfulltrúar flokksins leggja fram fjölda tillagna í tengslum við fjárhagsáætlun borgarinnar. „M.a. með arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði ráðstafað til útsvarslækkana og að jöfn fjárframlög úr borgarsjóði verði greidd með börnum í grunn- og leikskólum borgarinnar, óháð rekstrarformi,“ að því er segir í tilkynningunni. Þá leggur flokkurinn til að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði lækkaðir viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega, verði hækkað. „Þá munu borgarfulltrúar flokksins aukinheldur leggja til að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag og að skoðað verði að bjóða út rekstur sorphirðu í borginni í þeirri viðleitni að lækka kostnað við sorphirðu,“ segir jafnframt í tilkynningunni, en Eyþór Arnalds gerði grein fyrir þessum tillögum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45