Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2019 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. Árið 2016 gerði Velferðaráðuneytið samning við heilbrigðisstofnanir á landinu um að átak yrði gert til að fækka sjúklingum á biðlistum eftir liðskipta-og augasteinaaðgerðum og hjartaþræðingu. Átakið var til þriggja ára og lauk í desember 2018. Landlæknisembættið hefur fylgst með átakinu og í síðustu úttekt kemur fram að í október biðu 703 eftir liðskiptum á hné og 337 á mjöðm. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst bíða eftir næstu úttekt og eftir það verði næstu skref ákveðin. „Ég hef beðið Landlæknisembættið að gera úttekt á því hvernig þetta átak hefur gengið þá að fækka á biðlistum og vonast til að ég fái hana í hendur fljótlega og mun skoða áframhaldið eftir það,“ segir Svandís. Í fréttum undanfarið hefur komið fram mikil gagnrýni á að biðtíminn sé ennþá alltof langur og dæmi um að fólk þurfi að bíða í rúmt ár þó það sé orðið óvinnufært.Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa til að mynda gagnrýnt að fólk sé sent til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð, en kostnaðurinn við það getur farið í þrjár milljónir meðan hægt er að gera slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum fyrir tólf hundruð þúsund krónur hér á landi. Svandís vill láta skoða betur hvort fólk sem þarf að fara hvað hraðast í liðskiptaaðgerðir komist á undan öðrum í slíkar aðgerðir. „Ég er enn ekki fyllilega sannfærð um að fólk sem þarf að fara nauðsynlega fljótt í aðgerð komist alltaf fyrst að og vil láta kanna það betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. Árið 2016 gerði Velferðaráðuneytið samning við heilbrigðisstofnanir á landinu um að átak yrði gert til að fækka sjúklingum á biðlistum eftir liðskipta-og augasteinaaðgerðum og hjartaþræðingu. Átakið var til þriggja ára og lauk í desember 2018. Landlæknisembættið hefur fylgst með átakinu og í síðustu úttekt kemur fram að í október biðu 703 eftir liðskiptum á hné og 337 á mjöðm. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst bíða eftir næstu úttekt og eftir það verði næstu skref ákveðin. „Ég hef beðið Landlæknisembættið að gera úttekt á því hvernig þetta átak hefur gengið þá að fækka á biðlistum og vonast til að ég fái hana í hendur fljótlega og mun skoða áframhaldið eftir það,“ segir Svandís. Í fréttum undanfarið hefur komið fram mikil gagnrýni á að biðtíminn sé ennþá alltof langur og dæmi um að fólk þurfi að bíða í rúmt ár þó það sé orðið óvinnufært.Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa til að mynda gagnrýnt að fólk sé sent til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð, en kostnaðurinn við það getur farið í þrjár milljónir meðan hægt er að gera slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum fyrir tólf hundruð þúsund krónur hér á landi. Svandís vill láta skoða betur hvort fólk sem þarf að fara hvað hraðast í liðskiptaaðgerðir komist á undan öðrum í slíkar aðgerðir. „Ég er enn ekki fyllilega sannfærð um að fólk sem þarf að fara nauðsynlega fljótt í aðgerð komist alltaf fyrst að og vil láta kanna það betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent