Nánd og innblástur á Patreksfirði Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. júní 2019 09:00 Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona skipuleggur Skjaldborgarhátíðina. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Dagskráin er afskaplega fjölbreytt í ár,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir annar skipuleggjanda Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildamynda. Á hátíðinni verða sýndar fimmtán heimildamyndir af mjög fjölbreyttu tagi. Laila Pakalnina er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hún er margverðlaunuð kvikmyndagerðakona og býr í Riga í Lettlandi. „Myndirnar eru jafn ólíkar og þær eru margar, þannig hefur það alltaf verið. Það er virkilega skemmtilegt að við frumsýnum Vasúlka áhrifin því hjónin voru heiðursgestir á hátíðinni fyrir tveimur árum, þá var myndin um þau kynnt sem verk í vinnslu,“ segir Helga Rakel. „Myndin sem lokar hátíðinni er líka mjög áhugaverð. Hún heitir In touch og er pólsk, hún gerist að hluta til á Íslandi. Þetta er saga fólks frá smábæ í Póllandi sem heitir Stary Juchy (Gamla Blóð). Þegar verksmiðju er lokað í bænum fluttu um 400 manns þaðan til Íslands og búa hér enn. Þarna er falleg og skapandi heimildamyndagerð á ferð, segir Helga Rakel og segir hverja einustu mynd á hátíðinni vel valda enda sæki um tvöfalt fleiri um en komast að á hverju ári. „Hátíðin er haldin í þrettánda sinn, við höfum marga fjöruna sopið. Hátíðin lifði af kreppuna og alls kyns aðra hluti.“ Sumum gæti fundist freistandi að stækka hátíðina vegna vinsælda og aðsóknar en Helga Rakel segist það óhugsandi. „Hátíðin má ekki stækka mikið, síðustu tvö ár hefur verið fullsetið í Skjaldborgarbíó og hún er ekki haldin í neinni stórborg heldur á Patreksfirði. En það er rík ástæða fyrir því að hún er haldin þar. Fólk er búið að leggja á sig fimm klukkustunda langa ökuferð og komið saman á þennan stað. Þar sem það borðar saman, gistir í sömu húsunum og horfir saman á bíó. Hér myndast einstök stemning, fólk er saman í þessu, það verður til ákveðin nánd og pásurnar eru mikilvægar, þá er staðið fyrir utan bíóið og spjallað.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Vesturbyggð Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Dagskráin er afskaplega fjölbreytt í ár,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir annar skipuleggjanda Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildamynda. Á hátíðinni verða sýndar fimmtán heimildamyndir af mjög fjölbreyttu tagi. Laila Pakalnina er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hún er margverðlaunuð kvikmyndagerðakona og býr í Riga í Lettlandi. „Myndirnar eru jafn ólíkar og þær eru margar, þannig hefur það alltaf verið. Það er virkilega skemmtilegt að við frumsýnum Vasúlka áhrifin því hjónin voru heiðursgestir á hátíðinni fyrir tveimur árum, þá var myndin um þau kynnt sem verk í vinnslu,“ segir Helga Rakel. „Myndin sem lokar hátíðinni er líka mjög áhugaverð. Hún heitir In touch og er pólsk, hún gerist að hluta til á Íslandi. Þetta er saga fólks frá smábæ í Póllandi sem heitir Stary Juchy (Gamla Blóð). Þegar verksmiðju er lokað í bænum fluttu um 400 manns þaðan til Íslands og búa hér enn. Þarna er falleg og skapandi heimildamyndagerð á ferð, segir Helga Rakel og segir hverja einustu mynd á hátíðinni vel valda enda sæki um tvöfalt fleiri um en komast að á hverju ári. „Hátíðin er haldin í þrettánda sinn, við höfum marga fjöruna sopið. Hátíðin lifði af kreppuna og alls kyns aðra hluti.“ Sumum gæti fundist freistandi að stækka hátíðina vegna vinsælda og aðsóknar en Helga Rakel segist það óhugsandi. „Hátíðin má ekki stækka mikið, síðustu tvö ár hefur verið fullsetið í Skjaldborgarbíó og hún er ekki haldin í neinni stórborg heldur á Patreksfirði. En það er rík ástæða fyrir því að hún er haldin þar. Fólk er búið að leggja á sig fimm klukkustunda langa ökuferð og komið saman á þennan stað. Þar sem það borðar saman, gistir í sömu húsunum og horfir saman á bíó. Hér myndast einstök stemning, fólk er saman í þessu, það verður til ákveðin nánd og pásurnar eru mikilvægar, þá er staðið fyrir utan bíóið og spjallað.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Vesturbyggð Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira