Bella Hadid biðst afsökunar á Instagram-færslu Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 16:37 Bella Hadid er ein vinsælasta fyrirsæta heims um þessar mundir. Vísir/Getty Ofurmódelið Bella Hadid varð fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum þegar hún birti mynd af sér á flugvelli þar sem hún liggur við glugga með fætur upp í loft. Á bakvið fætur hennar má sjá þrjár flugvélar, ein frá Arabísku furstadæmunum og önnur frá Sádí-Arabíu. Netverjar gagnrýndu myndina fyrir þær sakir að þeim þótti líta út fyrir að Hadid væri að sparka í fána landanna sem prýða afturenda flugvélanna. Sögðu margir myndina vera rasíska og fljótlega fór myllumerkið #BellaHadidIsRacist á mikið flug, sem mætti þýða sem „Bella Hadid er rasisti“.Shame on you#BellaHadidIsRacistpic.twitter.com/qbNVYd0uN0 — فارس التركي (@farooi) June 17, 2019 Hadid var fljót að bregðast við og skrifaði langa afsökunarbeiðni á Instagram þar sem hún sagðist ekki vilja að miðlar sínir væru notaðir til þess að dreifa hatri, sérstaklega ekki gagnvart sínum eigin uppruna. „Mér þykir svo vænt um múslimasamfélagið og arabíska hluta fjölskyldunnar minnar sem og bræður mína og systur út um allan heim,“ skrifaði Hadid. Hún segist ekki bara bera mikla virðingu fyrir þeim heldur nýti hún hvert tækifæri til þess að standa upp fyrir því sem hún trúir á, sérstaklega því sem snýr að Mið-Austurlöndunum. „Ég hef aldrei verið manneskja sem tala niður til þessara landa, ég vil bara dreifa boðskap ástar og fegurðar [þessara landa].“pic.twitter.com/zBA2RA1ESt — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hún segir myndirnar ekki hafa verið á neinn hátt pólitískar og hún hafi ekki einu sinni tekið eftir flugvélunum í bakgrunni. Hún ætlaði sér aldrei að vanvirða þessi flugfélög, hvað þá upprunalönd þeirra. „Það var aldrei tilgangurinn og ég vona að þið skiljið misskilninginn. Ég mun sýna meiri ábyrgð næst þegar ég er að vekja athygli á ákveðnum málefnum, þar á meðal samfélaginu mínu í Mið-Austurlöndunum.“this was an honest mistake on an early morning... never, ever would I intentionally try to offend anyone like that. I am so sorry .. — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Sjá meira
Ofurmódelið Bella Hadid varð fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum þegar hún birti mynd af sér á flugvelli þar sem hún liggur við glugga með fætur upp í loft. Á bakvið fætur hennar má sjá þrjár flugvélar, ein frá Arabísku furstadæmunum og önnur frá Sádí-Arabíu. Netverjar gagnrýndu myndina fyrir þær sakir að þeim þótti líta út fyrir að Hadid væri að sparka í fána landanna sem prýða afturenda flugvélanna. Sögðu margir myndina vera rasíska og fljótlega fór myllumerkið #BellaHadidIsRacist á mikið flug, sem mætti þýða sem „Bella Hadid er rasisti“.Shame on you#BellaHadidIsRacistpic.twitter.com/qbNVYd0uN0 — فارس التركي (@farooi) June 17, 2019 Hadid var fljót að bregðast við og skrifaði langa afsökunarbeiðni á Instagram þar sem hún sagðist ekki vilja að miðlar sínir væru notaðir til þess að dreifa hatri, sérstaklega ekki gagnvart sínum eigin uppruna. „Mér þykir svo vænt um múslimasamfélagið og arabíska hluta fjölskyldunnar minnar sem og bræður mína og systur út um allan heim,“ skrifaði Hadid. Hún segist ekki bara bera mikla virðingu fyrir þeim heldur nýti hún hvert tækifæri til þess að standa upp fyrir því sem hún trúir á, sérstaklega því sem snýr að Mið-Austurlöndunum. „Ég hef aldrei verið manneskja sem tala niður til þessara landa, ég vil bara dreifa boðskap ástar og fegurðar [þessara landa].“pic.twitter.com/zBA2RA1ESt — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hún segir myndirnar ekki hafa verið á neinn hátt pólitískar og hún hafi ekki einu sinni tekið eftir flugvélunum í bakgrunni. Hún ætlaði sér aldrei að vanvirða þessi flugfélög, hvað þá upprunalönd þeirra. „Það var aldrei tilgangurinn og ég vona að þið skiljið misskilninginn. Ég mun sýna meiri ábyrgð næst þegar ég er að vekja athygli á ákveðnum málefnum, þar á meðal samfélaginu mínu í Mið-Austurlöndunum.“this was an honest mistake on an early morning... never, ever would I intentionally try to offend anyone like that. I am so sorry .. — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019
Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Sjá meira