Bella Hadid biðst afsökunar á Instagram-færslu Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 16:37 Bella Hadid er ein vinsælasta fyrirsæta heims um þessar mundir. Vísir/Getty Ofurmódelið Bella Hadid varð fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum þegar hún birti mynd af sér á flugvelli þar sem hún liggur við glugga með fætur upp í loft. Á bakvið fætur hennar má sjá þrjár flugvélar, ein frá Arabísku furstadæmunum og önnur frá Sádí-Arabíu. Netverjar gagnrýndu myndina fyrir þær sakir að þeim þótti líta út fyrir að Hadid væri að sparka í fána landanna sem prýða afturenda flugvélanna. Sögðu margir myndina vera rasíska og fljótlega fór myllumerkið #BellaHadidIsRacist á mikið flug, sem mætti þýða sem „Bella Hadid er rasisti“.Shame on you#BellaHadidIsRacistpic.twitter.com/qbNVYd0uN0 — فارس التركي (@farooi) June 17, 2019 Hadid var fljót að bregðast við og skrifaði langa afsökunarbeiðni á Instagram þar sem hún sagðist ekki vilja að miðlar sínir væru notaðir til þess að dreifa hatri, sérstaklega ekki gagnvart sínum eigin uppruna. „Mér þykir svo vænt um múslimasamfélagið og arabíska hluta fjölskyldunnar minnar sem og bræður mína og systur út um allan heim,“ skrifaði Hadid. Hún segist ekki bara bera mikla virðingu fyrir þeim heldur nýti hún hvert tækifæri til þess að standa upp fyrir því sem hún trúir á, sérstaklega því sem snýr að Mið-Austurlöndunum. „Ég hef aldrei verið manneskja sem tala niður til þessara landa, ég vil bara dreifa boðskap ástar og fegurðar [þessara landa].“pic.twitter.com/zBA2RA1ESt — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hún segir myndirnar ekki hafa verið á neinn hátt pólitískar og hún hafi ekki einu sinni tekið eftir flugvélunum í bakgrunni. Hún ætlaði sér aldrei að vanvirða þessi flugfélög, hvað þá upprunalönd þeirra. „Það var aldrei tilgangurinn og ég vona að þið skiljið misskilninginn. Ég mun sýna meiri ábyrgð næst þegar ég er að vekja athygli á ákveðnum málefnum, þar á meðal samfélaginu mínu í Mið-Austurlöndunum.“this was an honest mistake on an early morning... never, ever would I intentionally try to offend anyone like that. I am so sorry .. — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Ofurmódelið Bella Hadid varð fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum þegar hún birti mynd af sér á flugvelli þar sem hún liggur við glugga með fætur upp í loft. Á bakvið fætur hennar má sjá þrjár flugvélar, ein frá Arabísku furstadæmunum og önnur frá Sádí-Arabíu. Netverjar gagnrýndu myndina fyrir þær sakir að þeim þótti líta út fyrir að Hadid væri að sparka í fána landanna sem prýða afturenda flugvélanna. Sögðu margir myndina vera rasíska og fljótlega fór myllumerkið #BellaHadidIsRacist á mikið flug, sem mætti þýða sem „Bella Hadid er rasisti“.Shame on you#BellaHadidIsRacistpic.twitter.com/qbNVYd0uN0 — فارس التركي (@farooi) June 17, 2019 Hadid var fljót að bregðast við og skrifaði langa afsökunarbeiðni á Instagram þar sem hún sagðist ekki vilja að miðlar sínir væru notaðir til þess að dreifa hatri, sérstaklega ekki gagnvart sínum eigin uppruna. „Mér þykir svo vænt um múslimasamfélagið og arabíska hluta fjölskyldunnar minnar sem og bræður mína og systur út um allan heim,“ skrifaði Hadid. Hún segist ekki bara bera mikla virðingu fyrir þeim heldur nýti hún hvert tækifæri til þess að standa upp fyrir því sem hún trúir á, sérstaklega því sem snýr að Mið-Austurlöndunum. „Ég hef aldrei verið manneskja sem tala niður til þessara landa, ég vil bara dreifa boðskap ástar og fegurðar [þessara landa].“pic.twitter.com/zBA2RA1ESt — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hún segir myndirnar ekki hafa verið á neinn hátt pólitískar og hún hafi ekki einu sinni tekið eftir flugvélunum í bakgrunni. Hún ætlaði sér aldrei að vanvirða þessi flugfélög, hvað þá upprunalönd þeirra. „Það var aldrei tilgangurinn og ég vona að þið skiljið misskilninginn. Ég mun sýna meiri ábyrgð næst þegar ég er að vekja athygli á ákveðnum málefnum, þar á meðal samfélaginu mínu í Mið-Austurlöndunum.“this was an honest mistake on an early morning... never, ever would I intentionally try to offend anyone like that. I am so sorry .. — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019
Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning