Áskorun um áfengi í búðir send til umsagnar í borgarnefndum Ari Brynjólfsson skrifar 5. júní 2019 07:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að skora á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu var vísað til umsagnar í borgarstjórn í gær. Borgarfulltrúar Viðreisnar og Pírata styðja málið ásamt borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að vísa málinu til umhverfis- og skipulagssviðs og skóla- og frístundasviðs. Það var samþykkt með tólf atkvæðum gegn tíu. „Þetta styður við markmið borgarinnar í aðalskipulagi um að gera hverfin meira sjálfbær. Markmiðið er að fólk geti sótt sér alla helstu þjónustu inni í hverfunum, við viljum þannig koma í veg fyrir að fólk þurfi þá að fara allar leiðir á bíl,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem talaði fyrir tillögunni. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, sagði ekkert liggja á, það væri nægur tíma til að fá umsagnir. „Stuðningur Viðreisnar og Pírata hefði nægt til að tryggja þessu einfalda frelsismáli framgang. Vandræðalegt að fulltrúar þessara flokki hafi ekki staðið með prinsippunum er til kastanna kom,“ segir Hildur. Alþingi hefur oft tekið fyrir frumvörp um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu. Nú er frumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, á borði velferðarnefndar. Fram kemur í umsögn Embættis landlæknis að það geti haft skaðleg áhrif á heilbrigði þar sem niðurstöður rannsókna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýni að takmarkað aðgengi dragi úr neyslu. Hildur segir alls ekki gert lítið úr skaðlegum áhrifum áfengis. „Við teljum forvarnir bestu leiðina til að tækla það. Fólk virðist ekki alltaf gera sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag tryggir mjög gott aðgengi að áfengi.“ Bendir hún á mikla fjölgun Vínbúða og lengri opnunartíma. „Þar er líka mikið úrval og verðinu haldið í algjöru lágmarki, svo miklu að það má færa fyrir því að rök að Vínbúðirnar séu reknar með tapi. Hildur segir að setja megi einkaaðilum skorður með löggjöf, til dæmis á hvaða tíma má selja og undir hvaða kringumstæðum. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er andvíg málinu. Hún segir að leyfa áfengissölu í smásölu hafi ekkert að gera með eflingu nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur eða styrkingar hverfaverslana. „Það þarf mikið ímyndunarafl til að blanda saman markmiði aðalskipulags Reykjavíkur og frekara frjálsu aðgengi að áfengi,“ segir í bókun Vigdísar. Nú þegar séu útsölustaðir í Reykjavík í öllum hverfum borgarinnar, þar að auki þurfi borgin að viðurkenna aukin vandamál vegna vímuefnaneyslu og fjölgun heimilislausra af þeim sökum. „Þessi tillaga á ekkert skylt við frelsi. Frelsi til áfengiskaupa er nú þegar til staðar.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að skora á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu var vísað til umsagnar í borgarstjórn í gær. Borgarfulltrúar Viðreisnar og Pírata styðja málið ásamt borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að vísa málinu til umhverfis- og skipulagssviðs og skóla- og frístundasviðs. Það var samþykkt með tólf atkvæðum gegn tíu. „Þetta styður við markmið borgarinnar í aðalskipulagi um að gera hverfin meira sjálfbær. Markmiðið er að fólk geti sótt sér alla helstu þjónustu inni í hverfunum, við viljum þannig koma í veg fyrir að fólk þurfi þá að fara allar leiðir á bíl,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem talaði fyrir tillögunni. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, sagði ekkert liggja á, það væri nægur tíma til að fá umsagnir. „Stuðningur Viðreisnar og Pírata hefði nægt til að tryggja þessu einfalda frelsismáli framgang. Vandræðalegt að fulltrúar þessara flokki hafi ekki staðið með prinsippunum er til kastanna kom,“ segir Hildur. Alþingi hefur oft tekið fyrir frumvörp um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu. Nú er frumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, á borði velferðarnefndar. Fram kemur í umsögn Embættis landlæknis að það geti haft skaðleg áhrif á heilbrigði þar sem niðurstöður rannsókna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýni að takmarkað aðgengi dragi úr neyslu. Hildur segir alls ekki gert lítið úr skaðlegum áhrifum áfengis. „Við teljum forvarnir bestu leiðina til að tækla það. Fólk virðist ekki alltaf gera sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag tryggir mjög gott aðgengi að áfengi.“ Bendir hún á mikla fjölgun Vínbúða og lengri opnunartíma. „Þar er líka mikið úrval og verðinu haldið í algjöru lágmarki, svo miklu að það má færa fyrir því að rök að Vínbúðirnar séu reknar með tapi. Hildur segir að setja megi einkaaðilum skorður með löggjöf, til dæmis á hvaða tíma má selja og undir hvaða kringumstæðum. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er andvíg málinu. Hún segir að leyfa áfengissölu í smásölu hafi ekkert að gera með eflingu nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur eða styrkingar hverfaverslana. „Það þarf mikið ímyndunarafl til að blanda saman markmiði aðalskipulags Reykjavíkur og frekara frjálsu aðgengi að áfengi,“ segir í bókun Vigdísar. Nú þegar séu útsölustaðir í Reykjavík í öllum hverfum borgarinnar, þar að auki þurfi borgin að viðurkenna aukin vandamál vegna vímuefnaneyslu og fjölgun heimilislausra af þeim sökum. „Þessi tillaga á ekkert skylt við frelsi. Frelsi til áfengiskaupa er nú þegar til staðar.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira