Munu ekki afsala sér réttinum til verkfalls Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2019 07:30 Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness. vísir/vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir verkafólk ekki munu afsala sér verkfallsrétti. Á fundi hjá ríkissáttasemjara í næstu viku á loksins að ræða launaliðinn. Framkvæmdastjóri SA fagnar því að fá þá kostnaðarmat á kröfugerðir. „Það liggur alveg fyrir að íslenskt verkafólk afsalar sér ekki verkfallsrétti fyrir afturvirkni eins og er fólgið í tilboði SA. Ef það næst kjarasamningur fyrir mánaðamót þá segir það sig sjálft að hann myndi gilda frá 1. janúar. Ef það dregst lengur að semja verður það að koma í ljós en afturvirkni er skýlaus krafa af okkar hálfu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að samtökin gætu fallist á afturvirka samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Tilboðið félli niður yrði viðræðum slitið og boðað til verkfalla. Deiluaðilar hittust öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í gær en ekki var rætt sérstaklega um útspil SA um afturvirkni. Vilhjálmur bendir á að aðilar hafi fundað sjö sinnum áður en þeir komu að borði sáttasemjara. „Þannig vitum við nokkurn veginn hvar við stöndum gagnvart hver öðrum að öðru leyti en því að við höfum ekki fengið svar við þeirri veigamiklu spurningu sem lýtur að kröfum okkar til launaliðarins. Það varð niðurstaða þessa fundar að þau svör fengjust á næsta fundi,“ segir Vilhjálmur. Næsti fundur hefur verið boðaður á miðvikudaginn í næstu viku. Vilhjálmur segir því ljóst að þá skýrist línur varðandi framhaldið. „Þá sjáum við hvort við erum að leggjast upp að bryggju eða séum að stefna út á haf.“ Halldór segir að á fundinum í næstu viku muni verkalýðshreyfingin koma með kostnaðarmat á kröfugerðir sínar. „Það er löngu tímabært að fá kostnaðarmat á kröfugerðirnar og ég fagna því. Við höfum kallað eftir því frá því þær komu fram.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 SA býður afturvirkni með skilmálum Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag. 9. janúar 2019 06:00 Vona að Samtök atvinnulífsins sýni á spilin á næsta fundi hjá sáttasemjara Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við "blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. 9. janúar 2019 20:00 Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir verkafólk ekki munu afsala sér verkfallsrétti. Á fundi hjá ríkissáttasemjara í næstu viku á loksins að ræða launaliðinn. Framkvæmdastjóri SA fagnar því að fá þá kostnaðarmat á kröfugerðir. „Það liggur alveg fyrir að íslenskt verkafólk afsalar sér ekki verkfallsrétti fyrir afturvirkni eins og er fólgið í tilboði SA. Ef það næst kjarasamningur fyrir mánaðamót þá segir það sig sjálft að hann myndi gilda frá 1. janúar. Ef það dregst lengur að semja verður það að koma í ljós en afturvirkni er skýlaus krafa af okkar hálfu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að samtökin gætu fallist á afturvirka samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Tilboðið félli niður yrði viðræðum slitið og boðað til verkfalla. Deiluaðilar hittust öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í gær en ekki var rætt sérstaklega um útspil SA um afturvirkni. Vilhjálmur bendir á að aðilar hafi fundað sjö sinnum áður en þeir komu að borði sáttasemjara. „Þannig vitum við nokkurn veginn hvar við stöndum gagnvart hver öðrum að öðru leyti en því að við höfum ekki fengið svar við þeirri veigamiklu spurningu sem lýtur að kröfum okkar til launaliðarins. Það varð niðurstaða þessa fundar að þau svör fengjust á næsta fundi,“ segir Vilhjálmur. Næsti fundur hefur verið boðaður á miðvikudaginn í næstu viku. Vilhjálmur segir því ljóst að þá skýrist línur varðandi framhaldið. „Þá sjáum við hvort við erum að leggjast upp að bryggju eða séum að stefna út á haf.“ Halldór segir að á fundinum í næstu viku muni verkalýðshreyfingin koma með kostnaðarmat á kröfugerðir sínar. „Það er löngu tímabært að fá kostnaðarmat á kröfugerðirnar og ég fagna því. Við höfum kallað eftir því frá því þær komu fram.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 SA býður afturvirkni með skilmálum Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag. 9. janúar 2019 06:00 Vona að Samtök atvinnulífsins sýni á spilin á næsta fundi hjá sáttasemjara Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við "blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. 9. janúar 2019 20:00 Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Sjá meira
Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25
SA býður afturvirkni með skilmálum Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag. 9. janúar 2019 06:00
Vona að Samtök atvinnulífsins sýni á spilin á næsta fundi hjá sáttasemjara Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við "blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. 9. janúar 2019 20:00