Gagnrýnandi BBC um nýju Terminator-myndina: „Vinsamlegast hættið að framleiða þessar myndir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2019 20:30 Linda Hamilton sem Sarah Connor í nýjustu Terminator-myndinni. Nicholas Barber, gagnrýnandi BBC, virðist ekkert vera alltof sáttur við nýjustu myndina í Terminator-kvikmyndaröðinni, Terminator:Dark Fate. Hann gefur myndinni þó þrjár stjörnur en biður framleiðendur hennar um að vinsamlegast hætta við að framleiða fleiri Terminator-myndir, það sé tilgangslaust.Í Terminator: Dark Fate leiða Arnold Schwarzenegger og Linda Hamilton aftur hesta sína saman, í fyrsta sinn síðan í Terminator 2:Judgement Day, sem var framhald fyrstu Terminator-myndarinnar. Báðar þessar myndir þóttu vel heppnaðar.Það sama er ef til vill ekki hægt að segja um framhaldsmyndirnar þrjár sem gerðar hafa verið eftir að Terminator 2 kom út. Schwarzenegger lék í tveimur þeirra, síðast í Terminator Genisys sem kom út árið 2015. Forsíða greinarinnar.Skjáskot/BBC.Í gagnrýni Barber segir að framhaldsmyndirnar þrjár hafi fjarlægst það sem gerði fyrstu tvær myndirnar svo vel heppnaðar, og því batt hann vonir við að með endurkomu Hamilton og James Cameron sem framleiðanda, leikstjóra fyrstu tveggja myndanna, myndi eitthvað af töfraljómanum snúa aftur. Segir hann að biðin hafi verið þess virði, það hafi verið magnað að sjá Hamilton aftur í hlutverki Söruh Connor og að hún og Schwarzenegger smelli vel saman. Þá takist leikstjóra myndarinnar meðal annars að endurvekja eitthvað af því sem gerði fyrstu tvær myndirnar svo góðar. Líklega ástæðan fyrir stjörnunum tveimur.Barber telur þó að myndin sé í raun tilgangslaus. Ekkert nýtt komi fram í henni og að eina markmið hennar sé að vera moðsuða úr fyrstu tveimur myndunum. Framleiðendurnar valið að búa til verri endurgerð, frekar en að reyna að skapa eitthvað nýtt.„Útkoman er ekkert slæm, en ef það er það eina sem þeir geta boðið upp á, til hvers eru þeir þá að þessu. Það þarf að tortíma þessari myndaröð.“Gagnrýni Barber má lesa hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stikla Terminator: Sarah Connor er í fullu fjöri Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. 23. maí 2019 13:30 Nýr Terminator í Los Angeles Arnold Schwarzenegger er hinn eini og sanni Terminator en til að auglýsa nýja framhaldsmynd í Terminator-flokknum þá leiddu framleiðendur myndarinnar Arnold og körfuboltamanninn Kawhi Leonard saman. 23. október 2019 15:15 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Nicholas Barber, gagnrýnandi BBC, virðist ekkert vera alltof sáttur við nýjustu myndina í Terminator-kvikmyndaröðinni, Terminator:Dark Fate. Hann gefur myndinni þó þrjár stjörnur en biður framleiðendur hennar um að vinsamlegast hætta við að framleiða fleiri Terminator-myndir, það sé tilgangslaust.Í Terminator: Dark Fate leiða Arnold Schwarzenegger og Linda Hamilton aftur hesta sína saman, í fyrsta sinn síðan í Terminator 2:Judgement Day, sem var framhald fyrstu Terminator-myndarinnar. Báðar þessar myndir þóttu vel heppnaðar.Það sama er ef til vill ekki hægt að segja um framhaldsmyndirnar þrjár sem gerðar hafa verið eftir að Terminator 2 kom út. Schwarzenegger lék í tveimur þeirra, síðast í Terminator Genisys sem kom út árið 2015. Forsíða greinarinnar.Skjáskot/BBC.Í gagnrýni Barber segir að framhaldsmyndirnar þrjár hafi fjarlægst það sem gerði fyrstu tvær myndirnar svo vel heppnaðar, og því batt hann vonir við að með endurkomu Hamilton og James Cameron sem framleiðanda, leikstjóra fyrstu tveggja myndanna, myndi eitthvað af töfraljómanum snúa aftur. Segir hann að biðin hafi verið þess virði, það hafi verið magnað að sjá Hamilton aftur í hlutverki Söruh Connor og að hún og Schwarzenegger smelli vel saman. Þá takist leikstjóra myndarinnar meðal annars að endurvekja eitthvað af því sem gerði fyrstu tvær myndirnar svo góðar. Líklega ástæðan fyrir stjörnunum tveimur.Barber telur þó að myndin sé í raun tilgangslaus. Ekkert nýtt komi fram í henni og að eina markmið hennar sé að vera moðsuða úr fyrstu tveimur myndunum. Framleiðendurnar valið að búa til verri endurgerð, frekar en að reyna að skapa eitthvað nýtt.„Útkoman er ekkert slæm, en ef það er það eina sem þeir geta boðið upp á, til hvers eru þeir þá að þessu. Það þarf að tortíma þessari myndaröð.“Gagnrýni Barber má lesa hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stikla Terminator: Sarah Connor er í fullu fjöri Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. 23. maí 2019 13:30 Nýr Terminator í Los Angeles Arnold Schwarzenegger er hinn eini og sanni Terminator en til að auglýsa nýja framhaldsmynd í Terminator-flokknum þá leiddu framleiðendur myndarinnar Arnold og körfuboltamanninn Kawhi Leonard saman. 23. október 2019 15:15 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Stikla Terminator: Sarah Connor er í fullu fjöri Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. 23. maí 2019 13:30
Nýr Terminator í Los Angeles Arnold Schwarzenegger er hinn eini og sanni Terminator en til að auglýsa nýja framhaldsmynd í Terminator-flokknum þá leiddu framleiðendur myndarinnar Arnold og körfuboltamanninn Kawhi Leonard saman. 23. október 2019 15:15