Stikla Terminator: Sarah Connor er í fullu fjöri Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2019 13:30 Sarah Connor er mætt aftur. Fyrsta stikla myndarinnar Terminator: Dark Fate hefur verið birt. Sú mynd gerist á eftir Terminator 2: Judgement Day og er þetta þriðja tilraunin til að endurræsa kvikmyndaseríuna vinsælu og er kannski hægt að segja að þessi þurrki þrjár myndir úr tímalínunni, þar sem þetta er sjötta Terminator-myndin. Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. Linda Hamilton er mætt aftur í hlutverki Söruh Connor. Það er óhætt að segja að hún hafi engu gleymt en Tortímandanum sjálfum, Arnold Schwarzenegger bregður einnig fyrir í stiklunni, sem er undarlegt, þar sem hann bræddi sjálfan sig í Judgement Day. Mögulega spilar tímaflakk þar inn í. Auk hans sjást tveir tortímandar til viðbótar. Gabriel Luna leikur einn sem virðist vera vondur. Hann getur búið til ný eintök af sjálfum sér. Hinn er leikinn af Mackenzie Davis. Hún virðist standa í því að vernda unga stúlku sem leikin er af Natalia Reyes gegn Luna. Þrátt fyrir að vera rúmar tvær mínútur að lengd gefur stiklan lítið sem ekkert upp. Hvar er John Connor til dæmis? Skynet virðist heldur ekki hafa unnið stríðið gegn mannkyninu á þessum tímapunkti. Tim Miller leikstýrir Dark Fate og er áætlað að hún verði frumsýnd í október. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fyrsta stikla myndarinnar Terminator: Dark Fate hefur verið birt. Sú mynd gerist á eftir Terminator 2: Judgement Day og er þetta þriðja tilraunin til að endurræsa kvikmyndaseríuna vinsælu og er kannski hægt að segja að þessi þurrki þrjár myndir úr tímalínunni, þar sem þetta er sjötta Terminator-myndin. Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. Linda Hamilton er mætt aftur í hlutverki Söruh Connor. Það er óhætt að segja að hún hafi engu gleymt en Tortímandanum sjálfum, Arnold Schwarzenegger bregður einnig fyrir í stiklunni, sem er undarlegt, þar sem hann bræddi sjálfan sig í Judgement Day. Mögulega spilar tímaflakk þar inn í. Auk hans sjást tveir tortímandar til viðbótar. Gabriel Luna leikur einn sem virðist vera vondur. Hann getur búið til ný eintök af sjálfum sér. Hinn er leikinn af Mackenzie Davis. Hún virðist standa í því að vernda unga stúlku sem leikin er af Natalia Reyes gegn Luna. Þrátt fyrir að vera rúmar tvær mínútur að lengd gefur stiklan lítið sem ekkert upp. Hvar er John Connor til dæmis? Skynet virðist heldur ekki hafa unnið stríðið gegn mannkyninu á þessum tímapunkti. Tim Miller leikstýrir Dark Fate og er áætlað að hún verði frumsýnd í október.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira