Körfubolti

Nýr Terminator í Los Angeles

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnold Schwarzenegger og Kawhi Leonard.
Arnold Schwarzenegger og Kawhi Leonard. Mynd/Youtube
Arnold Schwarzenegger er hinn eini og sanni Terminator en til að auglýsa nýja framhaldsmynd í Terminator-flokknum þá leiddu framleiðendur myndarinnar Arnold og körfuboltamanninn Kawhi Leonard saman.Kawhi Leonard er einn besti körfuboltamaður heims í dag eftir að hafa leitt Toronto Raptors til sigurs í NBA-deildinni í sumar.Mörg félög voru á eftir Kawhi Leonard í sumar en hann ákvað að semja á endanum við Los Angeles Clippers.Arnold Schwarzenegger deilir sjálfur kynningarmyndbandinu með sér og Kawhi Leonard.Margir hafa gefið Kawhi Leonard gælunafnið Terminator inn á vellinum enda virkar hann oft vélrænn í samanburði við aðra leikmenn en um leið geta fáir stoppað kappann.Paul George, nýr liðsfélagi Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers, er einnig í kynningarmyndbandinu sem og hin eina og sanna Sarah Connor.Kawhi Leonard var frábær í fyrsta deildarleiknum sínum með Clippers á móti Los Angeles Lakers í nótt en hann skoraði 30 stig á 32 mínútum í leiknum auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar.

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.