Körfubolti

Nýr Terminator í Los Angeles

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnold Schwarzenegger og Kawhi Leonard.
Arnold Schwarzenegger og Kawhi Leonard. Mynd/Youtube

Arnold Schwarzenegger er hinn eini og sanni Terminator en til að auglýsa nýja framhaldsmynd í Terminator-flokknum þá leiddu framleiðendur myndarinnar Arnold og körfuboltamanninn Kawhi Leonard saman.

Kawhi Leonard er einn besti körfuboltamaður heims í dag eftir að hafa leitt Toronto Raptors til sigurs í NBA-deildinni í sumar.

Mörg félög voru á eftir Kawhi Leonard í sumar en hann ákvað að semja á endanum við Los Angeles Clippers.

Arnold Schwarzenegger deilir sjálfur kynningarmyndbandinu með sér og Kawhi Leonard.Margir hafa gefið Kawhi Leonard gælunafnið Terminator inn á vellinum enda virkar hann oft vélrænn í samanburði við aðra leikmenn en um leið geta fáir stoppað kappann.

Paul George, nýr liðsfélagi Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers, er einnig í kynningarmyndbandinu sem og hin eina og sanna Sarah Connor.

Kawhi Leonard var frábær í fyrsta deildarleiknum sínum með Clippers á móti Los Angeles Lakers í nótt en hann skoraði 30 stig á 32 mínútum í leiknum auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.